Námskeið - að uppfylla kröfur ársreikningaskrár

Mörgum finnst gott að geta sótt námskeið í desember og FLE heldur uppteknum hætti og verður með áhugavert námskeið á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 12. desember, kl. 9-12 SKRÁ MIG HÉR. Þar verður farið yfir hvernig endurskoðendur geti uppfyllt kröfur ársreikningaskrár sem settar voru fram í nýlegu minnisblaði frá RSK. Leiðbeinendur verða: Unnar Friðrik Pálsson og Ágúst Angantýsson frá KPMG. Námskeiðið gefur 3 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. Verð er kr. 19.500- fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 29.000 fyrir aðra. 

Á námskeiðinu verður farið yfir  minnisblað ársreikningaskrár RSK í þeim tilgangi að skerpa á málum sem þar er komið inn á og hvernig félagsmenn eigi að bera sig að til að uppfylla þær kröfur sem þar koma fram og eiga við reikningsárið 2019. Sjá nánar hér. Fjallað verður um:

  • Endurskoðun félaga og rétta skráningu endurskoðenda/skoðunarmanna
  • Endurskoðunarskyldu félaga
  • Val á endurskoðanda
  • Hlutdeildaraðferð dótturfélaga og samstæðureikninga
  • Upplýsingagjöf vegna  eigin hluta félaga
  • Skýrslu stjórnar og ófjárhagslegar upplýsingar
  • Áhersluatriði evrópska verðbréfaeftirlitsins (ESMA) vegna skráðra félaga en ársreikningaskrá er meðlimur í ESMA og þau áhersluatriði eiga því líka við um skráð félög á Íslandi

Námskeiðið er einnig hugsað sem vettvangur fyrir endurskoðendur að eiga samtal og skiptast á skoðunum um þau mál sem fram koma í minnisblaðinu.