Námskeið - bundnir eiginfjárreikningar

FLE heldur námskeið um bundna eiginfjárreikninga í kjölfar breytinga á lögum um ársreikninga. Farið verður yfir dæmi um hvernig fyrirtæki hafa leyst atriði við ársreikningsgerð ársins 2016 og þá óvissu sem uppi er varðandi bindingu eiginfjár. SKRÁ MIG HÉR
 

Á námskeiðinu sem er í umsjón Reikningsskilanefndar FLE, verður farið yfir breytingar á lögum nr. 3/2006 um ársreikninga sem snúa að bindingu eiginfjár vegna matsbreytinga, hlutdeildartekna, eignfærðs þróunarkostnaðar og endurmats varanlegra rekstrarfjármuna. Farið verður yfir dæmi um hvernig fyrirtæki hafa leyst þessi atriði við ársreikningsgerð ársins 2016 og þá óvissu sem uppi er varðandi bindingu eiginfjár. Verkefni sem reyna á bindingu eiginfjár verða lögð fyrir þátttakendur. Nánari lýsingu má finna hér.