Vinna endurskoðenda á óvissutímum

Námskeiðið verður haldið í Hvammi 1. hæð á Grand hóteli, fimmtudaginn 17. september kl. 13-16. SKRÁ MIG HÉR. Leiðbeinandi er Ingrid Kuhlman sérfræðingur hjá Þekkingarmiðlun. Námskeiðið gefur 3 endurmenntunareiningar í flokknum siðareglur og faglegt gildi. Verð fyrir námskeiðið er kr. 21.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 32.000 fyrir aðra. Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt rafrænt til félagsmanna en nánari auglýsing um það verður send út 21. september. 

Námskeiðslýsing:

Þetta ár hefur litast af óvissutímum og hafa endurskoðendur ekki farið varhluta af því. Á þessu námskeiði er ætlunin að skoða hvaða áhrif það hefur á endurskoðendur og samstarfsfólk að vinna við svona kringumstæður. Horft verður á málið m.a. út frá siðfræðilegu sjónarhorni og farið yfir einkenni óvissutíma, áhrif og helstu spurningar sem vakna:

  • Breytt vinnuumhverfi - að vinna heima eða vinna í afmörkuðum hólfum
  • Greining, smit, sóttkví og að missa úr vinnu – áhrif þess
  • Samskiptabann og rafræn samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn
  • Hver eru einkenni streitu og ýmis konar sálræn eða geðræn merki
  • Eftirstöðvar svona ástands til lengri tíma og úrvinnsla

Hér má nálgast ítarlegri námskeiðslýsingu.