Námskeið - nýir gátlistar í gæðaeftirliti

Félagið hyggst halda námskeiðið: Nýir gátlistar í gæðaeftirliti, fimmtudaginn 16. september 2021, kl. 13-16 á Grand hóteli.  SKRÁ MIG HÉR. Veittar eru 3 einingar í flokknum endurskoðun og er verðið kr. 21.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en kr. 30.000 fyrir aðra. Skráning á vefsíðu FLE til kl. 15:00, daginn fyrir námskeiðið.  

Námskeiðslýsing:
Endurskoðendaráð hefur uppfært og breytt gátlistum sem notaðir eru við gæðaeftirlit og verður farið yfir þá og þær reglur og staðla sem þeir grundvallast á. Gátlistarnir eru nú fjórir talsins (ekki verður farið yfir gátlista 4 á þessu námskeiði) og eru aðgengilegir hér á innri vef félagsins:
Gátlisti 1 Innra skipulag og gæðakerfi
Gátlisti 2 Einstök verkefni
Gátlisti 3 Endurmenntun

Einnig verður fjallað um hvernig endurskoðendur geta sem best undirbúið sig fyrir gæðaeftirlit til að uppfylla kröfur eftirlitsaðilans og halda kostnaði sem á þá fellur í lágmarki.

Leiðbeinandi: Margret G. Flóvenz, er endurskoðandi með virk réttindi og 30 ára reynslu við endurskoðun stórra og smárra fyrirtækja í fjölmörgum atvinnugreinum. Hún rekur ráðgjafafyrirtæki í eigin nafni og hefur tekið að sér verkefni m.a. fyrir Endurskoðendaráð við að yfirfara og uppfæra gátlista og annað efni vegna gæðaeftirlits með endurskoðendum auk utanumhalds og samræmingar eftirlitsins sjálfs.