Ný persónuverndarlög - áhrif á störf endurskoðenda

Námskeið verður haldið á Grand hóteli að venju 18.janúar, daginn fyrir Skattadag FLE, kl. 13-16. SKRÁ MIG HÉR. Ætlunin er að fara yfir helstu breytingar sem ný persónuverndarlöggjöf felur í sér og að því loknu skoða hver helstu áhrif breytinganna verður á endurskoðunarferlið og störf endurskoðenda. Leitast verður við að setja efnið fram á praktískan hátt fyrir endurskoðendur svo  það nýtist sem best í vinnu. 

Leiðbeinendur verða þeir Hrafnkell Óskarsson og Ingi Tómasson, ráðgjafar hjá KPMG. Námskeiðið gefur tvær einingar í endurskoðun og eina í siðareglum og faglegum gildum. Hér er nánari námskeiðslýsing