Skilnaður og sambúðarslit - aðkoma endurskoðenda að skiptum

Öðru hvoru koma inn á borð endurskoðenda mál þar sem óskað er aðstoðar vegna búskipta við skilnað eða sambúðarslit og er þá oftast nær um flóknari mál að ræða. SKRÁ MIG HÉR. Því er blásið til námskeiðs á Grand hóteli þar sem Pétur Steinn Guðmundsson lögfræðingur hjá Deloitte og Sighvatur Halldórsson endurskoðandi hjá PwC fjalla um efnið daginn fyrir Skattadag FLE, fimmtudaginn 16. janúar kl. 13-16. Námskeiðið kostar kr. 21.000 fyrir félagsmenn en kr. 32.000 fyrir aðra. 

Þeir munu fjalla um gildandi reglur um búskipti, skattlagningu og framtalsskil. Farið verður yfir atriði eins og:

  • Muninn á hjúskap og sambúð hvað varðar slit
  • Eignir í lífeyrissjóðum og skipti þeirra
  • Framfærslu og hvernig fara ber með það
  • Kaupmála og áhrif þeirra við skipti
  • Arf og flækjur sem geta fylgt erfðamálum
  • Skiptingu á eignum í félögum

Og önnur álitamál. Þá verður efnið skoðað frá sjónarhóli endurskoðenda og dregin upp sviðsmynd eða dæmi um mál sem koma inn á þeirra borð. Athugið að efnið er enn í vinnslu og gæti tekið breytingum.