Námskeið: Gagnrýnin hugsun - siðfræði og tækni

Á námskeiðinu verður fjallað um hagnýta siðfræði og gagnrýna hugsun og tenginguna þarna á milli. SKRÁ MIG HÉR. Gagnrýnin hugsun byggist á ígrundun, rökvísi og sköpun og verður farið yfir þessi mikilvægu hugtök og hvað þau fela í sér. Hver einasta tækninýjung skapar siðferðileg álitamál, það á við um notkun samfélagsmiðla, gervigreind og algóritma. Hvert verður sögusvið nánustu framtíðar og hvernig geta endurskoðendur komið að mótun þess á sínu fagsviði eru meðal annars þær spurningar sem velt verður upp.

Leiðbeinandi verður Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og aðjúnkt í Háskóla Íslands. Námskeiðið verður á Grand hóteli fimmtudaginn 16. maí kl. 13-16 og gefur það þrjár endurmenntunareiningar í flokknum siðamál og fagleg gildi. Verð er kr. 19.500 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en kr. 28.000 fyrir aðra.