Útleiga einstaklinga á húsnæði - Airbnb

Á námskeiðinu verður fjallað um útleigu einstaklinga á húsnæði. SKRÁ MIG HÉR. Þá verður regluverkið varðandi leyfisveitingar skoðað. Farið verður í hvaða lög og reglur gilda um útleigu einstaklinga, hvenær er um sjálfstæða starfsemi að ræða og hvenær ekki. Þá verður farið yfir hvernig opinberu eftirliti er háttað.

Námskeiðið verður haldið á Grand hóteli 12. desember kl. 8:30 - 11:00 og gefur 2,5 einingar í flokknum skattur og fjármál.  Leiðbeinendur verða þær Elín Alma Arthursdóttir, sviðsstjóri á fagsviði hjá Ríkisskattstjóra og Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, lögfræðingur hjá Deloitte. Þátttaka kostar kr. 15.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja og 21.000 fyrir aðra. 

Hér er nánari námskeiðslýsing.