Endurmatsheimild ársreikningalaga og verðmat fastafjármuna

Tvískipt námskeið um endurmatsheimild ársreikningalaga og verðmat fastafjármuna verður haldið fimmtudaginn 26. apríl kl. 13-16, daginn fyrir Endurskoðunardaginn. SKRÁ MIG HÉR. Leiðbeinendur verða Unnar Friðrik Pálsson endurskoðandi og Magnús Gunnar Erlendsson, sérfræðingur hjá KPMG. Það kostar kr. 18.000 fyrir félagsmenn (26.000 fyrir aðra) og gefur 3 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. Sjá nánar hér. 

Efnislýsing:

1. Umfjöllun um breytingar á endurmatsheimild ársreikningalaganna við nýlega endurskoðun þeirra.

  • Fjallað um breytingu á efnisinnihaldi og orðalagi og áhrif þess 
  • Tíðni endurmats og upplýsingagjöf
  • Skortur á innleiðingarákvæðum 

2. Umfjöllun um verðmat fastafjármuna

  • Inngangur um IFRS 13 og verðmatsstaðla
  • Umfjöllun um verðmatsaðferðir IFRS 13 vegna fastafjármuna og beitingu þeirra
  • Fjallað um með dæmum hvenær hver verðmatsaðferð er viðeigandi