Reikningsskiladagur 2019

Reikningsskiladagur verður haldinn í september samkvæmt venju á Grand hóteli, föstudaginn 20. september. SKRÁ MIG HÉR.

Nú liggur fyrir áhugaverð dagskrá og búið að opna fyrir skráningu. Dagurinn hefst með því að H. Ágúst Jóhannesson formaður félagsins setur ráðstefnuna með nokkrum orðum. Jóhann I. C. Solomon byrjar með erindi um "IFRS 16  Leigusamningar – fyrirhugaðar breytingar á ársreikningalögum, færslu leigusamninga samkvæmt IFRS 16 og ýmis álitamál. Atli Þór Jóhannsson fjallar svo um "Ófjárhagslegar upplýsingar" álitamál og lagafyrirmæli. Að kaffihléi loknu þá segir Ingþór Karl Eiríksson frá hlutverki og innleiðingu á IPSAS hjá Reikningsskilaráði ríkisins. Bogi Nils Bogason ræðir svo frá sínum sjónarhóli um Icelandair og að lokum  fjalla þeir Ingvaldur Thor Einarsson og Jörn Rejndrup um Uniconta - framtíðarbókhald og tímaskráningar. Sjá nánari lýsingu hér. 

Ráðstefnan er öllum opin, ráðstefnugjaldið er kr. 26.000 fyrir félagsmenn en kr. 39.00 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur 4 einingar í reikningsskilum.