Skattadagur FLE 2018

Skattadagur FLE sem er ráðstefna um skattamál, verður haldinn á Grand hóteli, föstudaginn 19. janúar kl. 8:30-12:30. Ráðstefnan gefur 4 einingar í skatta- og félagarétti. Þátttökugjald er kr 24.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra, en kr. 32 þúsund fyrir aðra. Ráðstefnan verður opin öllum sem áhuga hafa. SKRÁ MIG HÉR. 

Dagskráin hefst með því að H. Ágúst Jóhannesson formaður FLE ávarpar gesti og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson segir frá skattastefnu stjórnvalda. Þá kemur Jón Bjarki Gunnarsson hjá Deloitte og fjallar um snjalla stjórnsýslu (Smart Government) sem er samnorrænt verkefni og snýst um flæði fjárhagsgagna milli hins opinbera og einkaaðila. Þá fjallar Steinþór Haraldsson hjá RSK um nýlega úrskurði og dóma, Ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson fer yfir það sem hæst ber þar á bæ og að lokum komur Símon Þór Jónsson lögfræðingur hjá Ernst & Young og fer yfir nýlegar breytingar á ýmsum skattalögum. Hér má nálgast nánari dagskrá.