Skattadagur FLE 2021

Jibbí jei, jíbbí jei, Skattadagur FLE að nálgast og áhugaverð dagskrá í boði. SKRÁ MIG HÉR. Hinn árlegi skattadagur félagsins verður haldinn með breyttu sniði en ráðstefnunni verður eingöngu streymt í rauntíma því samkomutakmörk miðast við svo fáa.

Nú liggur dagskráin fyrir, bæði hefðbundin og áhugaverð eins og sjá má hér að neðan. Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 22. janúar á Grand hóteli Reykjavík og er opin öllum sem áhuga hafa. Slóð á streymi verður sent til þátttakenda daginn fyrir ráðstefnuna. Þátttökugjald er 28.000 fyrir félagsmenn FLE og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja en kr. 42.000 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur 4 einingar í skatta- og félagarétti, ráðstefnustjóri verður Anna Þóra Benediktsdóttir.

 

Dagskrá:

8:00 - 8:30 Skráning og kaffisopi

8:30 Bryndís Björk Guðjónsdóttir formaður FLE setur ráðstefnuna

Snorri Olsen skattstjóri fer yfir stöðu mála hjá Skattinum, verkefni framundan, helstu breytingar og fleira.

9:30 Kaffihlé í 15 mínútur

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur fjallar um skattlagningu og kjör eldri borgara, hvaða skattar eru lagðir á hópinn og áhrif þeirra á ellilífeyrisgreiðslur.

Vala Valtýsdóttir lögfræðingur hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur segir frá nýlegum úrskurðum og dómum

11:20 Stutt hlé í 10 mínútur

Steingrímur Sigfússon hjá KPMG fer yfir breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld og skattaleg áhrif aðgerða stjórnvalda vegna COVID-19

12:30 Ráðstefnulok