Spennandi námskeið um þrotabú

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Deloitte fjallar um þrotabú - skattlagningu og aðkomu endurskoðenda.  SKRÁ MIG HÉR.  Námskeiðið verður fimmtudaginn 17. janúar kl. 13-16 og gefur tvær endurmenntunareiningar í flokknum skatta- og félagaréttur og eina í endurskoðun. Verð fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa er kr. 19.500 en 28.000 fyrir aðra. 

Á námskeiðinu verður fjallað um þrotabú, gildandi reglur um meðferð þeirra, skattlagningu og skattframtalsskil ásamt öðrum álitamálum. Einnig verður talað um tækifæri endurskoðenda í tengslum við efnið og aðkomu endurskoðanda að uppgjöri, ábyrgð, réttindi og skyldur gagnvart þrotabúum. Á námskeiðinu verður leitast við að taka saman helstu gildandi reglur á þessu sviði og gera lauslega grein fyrir þeim þannig að heildstæð mynd fáist af umsýslu og verkefnum við þrotabú almennt. Hér má nálgast ítarlegri námskeiðslýsingu.