Spjallstofur fyrir nema

FLE mun að venju halda spjallstofur fyrir þá sem eru með félagsaðild í FLE og ætla í löggildingarprófið. Spjallstofurnar eru eingöngu fyrir þá og þeim að kostnaðarlausu. 

Þær verða haldnar 2. október í húsnæði FLE, Suðurlandsbraut 6, 5. hæð kl.9:00 – 14:00 og þarf að tilkynna mætingu hér. Fulltrúar skattanefndar, reikningsskilanefndar og endurskoðunarnefndar FLE munu sitja fyrir svörum. Gefst nemum kostur á að spyrja um ákveðin atriði sem er að vefjast fyrir þeim.