Spjallstofur nema

Eins og undanfarin ár mun FLE standa fyrir svo kölluðum spjallstofum (kaffi og meðlæti !)sem eru eingöngu fyrir nema með félagsaðild að FLE sem ætla að fara í löggildingarprófið. Þessar spjallstofur verða hér í húsi – Suðurlandsbraut 6, 5. hæð að morgni til og með fremur óformlegum hætti. Nemar fá þarna tækifæri til að varpa fram ýmsum spurningum og vangaveltum og fá viðbrögð/svör frá öðrum nemum og/eða formanni viðkomandi nefndar. Framkvæmdastjóri situr yfirleitt fundina líka.

Nú liggur fyrir að löggildingarprófin í ár verða 16.10. og 19.10. það fyrra (endurskoðun og reikningsskil) og 23.10. seinna prófið (skattur, félagaréttur,kostnaðarbh og stjórnendarsk). Við stefnum sem sagt að spjallstofum í endurskoðun-reikningsskilum-skattamálum. Allar spjallstofurnar verða keyrðar sama daginn þ.e. miðvikudaginn 7. október og hefjast kl. 9. SKRÁ MIG HÉR Athugið að skráning gildir á allan viðburðinn og er nemum með félagsaðild að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst.

Spjallstofa 1 kl 9,00-10,30 1 ½ tími Reikningsskil Atli Jóhannsson PwC
Spjallstofa 2 kl 10,30-12,00 1 ½ tími Endurskoðun Kristín Margrét Sveinsdóttir KPMG
Spjallstofa 3 kl 12,00-13,00 1 tími Skattur Anna María Ingvarsdóttir KPMG