Tæknileg tímamót

FLE heldur morgunkorn um fjórðu iðnbyltinguna en endurskoðendur eru eins og aðrir fagaðilar komnir á tímamót varðandi tæknina. Fjórða iðnbyltingin sem er knúin áfram af gífurlegri framþróun í tækni, mun gjörbreyta lifnaðarháttum okkar á næstunni. Gagnanet, snjallsímar, ský, nýjar gagnagreiningaleiðir hafa áhrif og einnig samfélagsbreytingarnar sem kalla á aukna samhæfingu. Einnig verður rætt um gervigreind og sjálfvirknivæðingu sem er talið að hafi veruleg áhrif á endurskoðun. Leiðbeinandi verður Ólafur Andri Ragnarsson aðjúnkt við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Morgunkornið verður haldið 19. október á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR. Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 15.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 18. október. Morgunkornið gefur 2 einingar, eina  í flokknum endurskoðun og ein í flokknum reikningsskil og fjármál.