Alþjóðlega reikningsskilaráðið og staðlar þess

Reikningsskilastaðlar

Reikningsskil er skilagrein eða skýrsla (ársreikningur eða árshlutareikningur) fyrirtækis eða stofnunar um fjárhagsstöðu, rekstrarárangur og breytingar á fjárhagslegri skipan.

Reikningsskilastaðlar eru leiðbeinandi reglur sem eiga að aðstoða stjórnendur við gerð ársreiknings, svo að hann gefi glögga mynd af afkomu og efnahag fyrirtækis. Reikningsskilastaðlar hjálpa einnig endurskoðendum og lesendum ársreikninga við að meta upplýsingar sem þar koma fram. Þegar rætt er um reikningsskilastaðla er oftast átt við alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Alþjóðlegu reikningsskilastaðlarnir (IFRS-International Financial Reporting Standards) eru gefnir út af Alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB-International Accounting Standards Board).  Staðlarnir voru þýddir á íslensku árið 2004 og hér er hægt að nálgast þá.  Þá er hægt að nálgast líka á síðu IFRS.

 Samkvæmt reglum Evrópusambandsins nr. 1606/2002 munu öll félög sem hafa verðbréf skráð á verðbréfaþingum á hinu Evrópska Efnahagssvæði þurfa að gera samstæðureikninga sína samkvæmt Alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum fyrir uppgjörstímabil sem byrja frá og með 1. janúar 2005. Lög um ársreikninga og alþjóðlegir reikningsskilastaðlar mynda ramma sem stjórnendum ber að vinna eftir við gerð ársreiknings, þannig að hann gefi glögga mynd af afkomu og efnahag fyrirtækis.

 

 

Til baka