Morgunkorn um Kauphöllina

Morgunkorn um Kauphöllina, stöðu hennar og framtíðarhorfur verður haldið 18. febrúar á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR.

Páll Harðarson forstjóri ætlar að fjalla um hlutverk Kauphallarinnar og First North, m.a. í tengslum við fjármögnun fyrirtækja og eftirlit, og almennt um stöðu Kauphallarinnar í dag. Ennfremur fer hann orðum um framtíðarsýn og leiðina upp úr kreppunni. Þá lýsir hann sýn sinni á aðkomu endurskoðenda að skráningarlýsingum þegar fyrirtæki skrá hlutabréf.

Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 16.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 17. febrúar. Morgunkornið gefur 2 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál.