Morgunkorn FLE - Skýrleiki og skattframkvæmd

Á morgunkorninu mun Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður og einn eigenda LOGOS, fjalla um gagnsæi og fyrirsjáanleika í skattframkvæmd. Velt verður upp spurningunni um það hvort skattalög eigi að vera skýr og skattframkvæmd hvort tveggja gagnsæ og fyrirsjáanleg. Farið verður yfir leiðbeiningar Skattsins og mörk leiðbeiningarskyldu, skýrleika laga, lögskýringar og lögskýringarsjónarmið og loks hvert sé raunverulegt hlutverk Skattsins í stjórnsýslunni. Sjá nánar hér.

SKRÁ MIG HÉR!

Morgunkornið verður haldið fimmtudaginn 18. apríl í Háteig á 4. hæð á Grand hóteli og verður einnig boðið upp á streymi.

Boðið verður upp á morgunsnarl kl. 8:30 og formleg dagskrá hefst kl. 8:50. Korninu lýkur kl. 10:30. 

Þátttökugjald er kr. 16.000 fyrir félagsmenn en kr. 22.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 17. apríl.

Morgunkornið gefur 2 einingar í flokknum skattur og félagaréttur.