Námskeið um stjórnun verkefna/hópa

Fimmtudaginn 29. október (daginn fyrir Haustráðstefnuna) verður haldið námskeið á Grand hóteli kl. 13-16. SKRÁ MIG HÉR. Námskeiðið kostar kr. 18.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en kr. 24.000 fyrir aðra. Leiðbeinandi verður Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor í HÍ. Námskeiðið veitir 3 einingar í flokknum siðamál og fagleg gildi. 

Endurskoðendur þurfa oft að stjórna verkefnum og vinnuhópum í starfi sínu.  Á námskeiðinu verður farið yfir fjóra þætti stjórnunar með siðfræðivinkilinn í huga. Þessi þættir eru: hvatning, erfið samskipti, samningaumleitanir og sannfæringakraftur.  Að öðlast betri skilning á þessum þáttum er spor í áttina að því að verða betri stjórnandi og faglegri í samskiptum við hópinn sinn. Hér má nálgast ítarlegri námskeiðslýsingu.