Framkvæmd og lok endurskoðunar tengt gátlistum gæðaeftirlits

Námskeið þar sem leitast er við að tengja gátlista gæðaeftirlits við verkefni endurskoðenda. SKRÁ MIG HÉR. Námskeiðið er í umsjón Endurskoðunarnefndar FLE og verður haldið á Grand hóteli Reykjavík, fimmtudaginn 19. janúar 2017 kl. 13-16. Leiðbeinendur verða þeir Jóhann Óskar Haraldsson og Kristján Þór Ragnarsson endurskoðendur hjá Deloitte. Námskeiðið gefur þrjár endurmenntunareiningar í flokknum endurskoðun og þátttökugjald er kr. 18.000- fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 24.000 fyrir aðra. Skráning er opin fram til kl. 16, miðvikudaginn 18. janúar.

Á námskeiðinu verður farið yfir framkvæmd og lok endurskoðunarferlisins og leitast við að tengja það gátlistum sem notaðir eru við gæðaeftirlitið.  Þetta námskeið fylgir eftir námskeiði sem haldið var 15. september 2016 um fyrstu skrefin í endurskoðun. Helstu atriði sem fjallað verður um eru :

  • Framkvæmd endurskoðunarverkefna
  • Lok endurskoðunar
  • Skýrslugjöf vegna endurskoðunar
  • Áritanir