Reikningsskiladagur 18. september

Reikningsskiladagur FLE 2015 verður haldinn á Grand hóteli, föstudaginn 18. september. SKRÁ MIG HÉR. Dagskráin er að venju full af áhugaverðu efni og opin öllum. Ráðstefnugjald er kr. 24.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 34.000 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur 4 einingar í reikningsskilum. 

Að lokinni tölu formanns þá mun Jóhann I.C. Solomon gera grein fyrir nýjum reikningsskilastaðli fyrir fjármálagerninga IRFS 9 og í kjölfarið ræðir Vignir Rafn Gíslason um leiðbeinandi tilmæli FME um ársreikninga lífeyrissjóða. Skúli Jónsson kynnir svo rafræna skráningu Fyrirtækjaskrár, Þórir Ólafsson fjallar um IPSAS alþjóðlega reikningsskilastaðla fyrir hið opinbera og Harpa Theodórsdóttir segir frá innleiðingu á nýrri ársreikningatilskipun Evrópusambandsins. Síðastur á mælendaskrá er Axel Úlfarsson sem ætlar að lýsa innleiðingu  á "beyond budgeting" hjá Össuri hf. Ráðstefnustjóri verður Signý Magnúsdóttir. 

Hér má nálgast ítarlegri dagskrá.