Reikningsskiladagur 2016

Árleg ráðstefna FLE um reikningsskil verður haldin á Grand hóteli 16. september. SKRÁ MIG HÉR. Að vanda býður Reikningsskilanefnd félagsins upp á áhugaverða dagskrá. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er kr. 24.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en 31.000 fyrir aðra. 

Dagskráin hefst kl. 8:30 með því að Margrét Pétursdóttir, formaður félagsins stígur í ræðustól, en síðan fjallar Ingvi Þór Elliðason, framkvæmdastjóri Capacent um raunhagnað við rekstur og verðmat fyrirtækja. Guðmundur Ingólfsson endurskoðandi hjá Deloitte tekur svo boltann og ræðir um tengda aðila og Páll Ríkharðsson, prófessor og deildarforseti í HR fjallar um nýjustu upplýsingatækni í reikningshaldi. Að loknu kaffihléi fer Páll Jóhannesson, lögfræðingur hjá Deloitte yfir arðgreiðslumöguleika í samhengi við bundna reikninga og Harpa Theodórsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Atvinnuvegaráðuneytinu fjallar um ýmislegt sem er að gerast þar, upprisu Reikningsskilaráðs, ný ársreikningalög og væntanlegar reglugerðir um reikningsskil. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf, hnappurinn og frekari breytingar framundan ber örugglega líka á góma í umfjöllun hennar. Að lokum fjallar Sæmundur Valdimarsson, endurskoðandi hjá KPMG um nokkur álitamál eftir breytingarnar á ársreikningalögunum.  Hér er ítarlegri dagskrá.