Skattadagurinn 2017

Skattadagur FLE sem er ráðstefna um skattamál, verður haldinn á Grand hóteli, föstudaginn 20. janúar kl. 8:30-12:30. Ráðstefnan gefur 4 einingar í skatta- og félagarétti. Þátttökugjald er kr 24.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra, en kr. 30 þúsund fyrir aðra. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa. SKRÁ MIG HÉR. 

Ráðstefnan hefst með því að Margrét Pétursdóttir formaður FLE ávarpar gesti og nýr fjármálaráðherra Benedikt Jóhannesson segir frá skattastefnu stjórnvalda.  Þeir Halldór Pálsson og Haraldur Hansson frá Ársreikningaskrá RSK fjalla svo um reglugerð og framkvæmd sem snýr að "hnappinum" og sektarákvæði sem sett hafa verið.  Ríkisskattstjóri fjallar um það sem er efst á baugi þar á bæ og Friðgeir Sigurðsson lögfræðingur PwC fjallar svo um nýlegar breytingar á ýmsum skattalögum. Að lokum kemur Steinþór Haraldsson skrifstofustjóri RSK á Hellu og segir frá nýlegum úrskurðum og dómum í skattamálum.  Ráðstefnustjóri verður Pétur Hansson endurskoðandi. Hér má sjá nánari dagskrá.