Áhersluatriði ársreikningaskrár

Í nóvember síðastliðnum birti ársreikningaskrá áhersluatriði í eftirliti vegna ársreikninga 2023. Áhersluatriðin taka mið af atriðum sem upp hafa komið við eftirlit með reikningsskilum á síðustu árum auk nýlegra breytinga á lögum, reglugerðum og reikningsskilareglum. Að þessu sinni leggur ársreikningaskrá áherslu á eftirfarandi atriði í reikningsskilum félaga;

  1. upplýsingagjöf félaga sem kjósa að beita reglu reikningsskilaráðs um reikningshaldslega meðferð leigusamninga í reikningsskilum leigutaka,
  2. upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar að teknu tilliti til leiðbeininga reikningsskilaráðs um skýrslu stjórnar, þ.m.t. um viðbótarupplýsingar sbr. 66. gr. laga nr. 3/2006, og
  3. ófjárhagslegar upplýsingar í yfirliti með skýrslu stjórnar sbr. d-lið 66. gr. laga nr. 3/2006.

Ársreikningaskrá hefur á undanförnum árum hafnað fjölmörgum ársreikningum vegna ófullnægjandi upplýsinga í skýrslu stjórnar eða vegna þess að viðeigandi upplýsingar um leiguskuldbindingar vantar í skýringarhluta ársreiknings og því er gagnlegt við gerð ársreikninga fyrir árið 2023 að kynna sér leiðbeiningar reikningsskilaráðs um skýrslu stjórnar og reglu um leigusamninga.