Endurskoðendaráð

Endurskoðendaráð

Endurskoðendaráð hefur eftirlitshlutverk með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum og sér til þess að gæðaeftirlit fari fram. Það fylgist með því hvort endurskoðendur séu að rækja störf sín í samræmi við lög, siðareglur FLE og aðrar reglur. Þá hefur það eftirlit með því að endurskoðandi uppfylli skilyrði til löggildingar og kröfur um endurmenntun. Einnig að sjá til þess að reglulegt gæðaeftirlit fari fram og að til séu siðareglur og endurskoðunarstaðlar. Endurskoðendaráð er til húsa í Borgartúni 26, 5. hæð, 105 Reykjavík. Hér er slóð á heimasíðu ER og hægt er að senda tölvupóst á formann ráðsins Áslaugu Árnadóttur aslaug@landslog.is eða starfsmann þess Elínu Norðmann elin@endurskodendarad.is

Ráðið er þannig skipað:

Aðalmenn

 • Áslaug Árnadóttir formaður
 • Hildur Árnadóttir
 • Jón Arnar Baldurs

Varamenn

 • Anna Mjöll Karlsdóttir varamaður formanns
 • Jóhann Gunnar Jóhannsson
 • Birgir Grétar Haraldsson

Löggilding og skrár

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 94/2019, um endurskoðendur þá veitir Endurskoðendaráð löggildingu til endurskoðunarstarfa. Þá skal endurskoðun fara fram á vegum endurskoðunarfyrirtækis sem hefur starfsleyfi og er skráð í endurskoðendaskrá. 

Þá er endurskoðendaráði skylt að halda úti skrá yfir löggilta endurskoðendur og skrá yfir endurskoðunarfyrirtæki. Hafi endurskoðandi lagt inn réttindi sín eða þau verið felld niður skal nafn hans fellt út af skrá. Sama á við um endurskoðunarfyrirtæki sem uppfyllir ekki lengur skilyrði. Endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum er skylt að tilkynna endurskoðendaráði ef breytingar hafa orðið og draga megi í efa hæfni til að uppfylla kröfur laganna. 

Starfsleyfi

Til að fá starfsleyfi skv. 4. gr. laga nr. 94/2019 þarf endurskoðendaráði að berast umsókn þar um. Jafnframt þurfa eftirfarandi gögn að fylgja umsókninni:

 1. Vottorð úr fyrirtækjaskrá
 2. Gæðahandbók félagsins
 3. Varðandi það skilyrði að nöfn og heimilisföng eigenda séu aðgengileg almenningi þá hefur endurskoðendaráð gert kröfu um að umræddar upplýsingar séu aðgengilegar á heimasíðu viðkomandi félags.
 4. Upplýsingar sem staðfesta að ákvæði 3. mgr. 4. gr. laga nr. 94/2019 sé fullnægt.

Í því ákvæði kemur fram að meiri hluti atkvæðisréttar í endurskoðunarfyrirtæki skuli vera í höndum endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækja sem hlotið hafa viðurkenningu á Evrópska efnahagssvæðinu eða í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum. Einnig kemur þar fram að í endurskoðunarfyrirtæki skuli meiri hluti stjórnarmanna vera endurskoðendur eða fulltrúar endurskoðunarfyrirtækja. Séu stjórnarmenn tveir skuli a.m.k. annar þeirra vera endurskoðandi eða fulltrúi endurskoðunarfyrirtækis.

 1. Búsforræðisvottorð, þ.e. vottorð héraðsdóms um að félagið hafi ekkiverið tekið til gjaldþrotaskipta, sbr. 5. mgr. 5. gr. laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun. 
 2. Yfirlýsing um að ímynd félagsins hafi ekki beðið verulegan hnekki svo draga megi í efa hæfni þess til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til endurskoðunar,sbr. 5. mgr. 5. gr. laga nr. 94/2019. Slík yfirlýsing má vera rituð af umsækjanda sjálfum.

Reglugerðir

Ráðherra setur reglugerðir á grundvelli laganna t.d. nánari ákvæði um endurmenntun endurskoðenda með reglugerð og reglugerð um próf til löggildingar.