Endurskoðendaráð

Endurskoðendaráð er skipað samkvæmt lögum um endurskoðendur nr. 79/2008. Ráðið hefur eftirlitshlutverk með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum  og sér til þess að gæðaeftirlit fari fram. Það fylgist með því hvort endurskoðendur séu að rækja störf sín í samræmi við lög, siðareglur FLE og aðrar reglur. Endurskoðendaráð er til húsa í Borgartúni 26, 5. hæð, 105 Reykjavík. Hér er slóð á heimasíðu ER og hægt er að senda tölvupóst á endurskodendarad@anr.is eða á aslaug@landslog.is

Ráðið er þannig skipað:

Áslaug Árnadóttir, formaður skipuð af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Þóður Reynisson,  skipaður af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Hildur Árnadóttir, fulltrúi Viðskiptaráðs
Pálína Árnadóttir, fulltrúi FLE
Jóhann Unnsteinsson, fulltrúi FLE

Til vara:
 Einar Hallgrímsson, varamaður formanns skipuð af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
 Elva Ósk Wiium, varamaður skipaður af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
 Brynja Halldórsdóttir,  varamaður Viðskiptaráðs
 Kristrún Helga Ingólfsdóttir og Ólafur Gestsson varamenn FLE

Hlutverk ráðsins er að hafa eftirlit með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum og fylgjast með því hvort þeir rækja störf sín í samræmi við lög, siðareglur FLE og aðrar reglur. Þá hefur það eftirlit með því að endurskoðandi uppfylli skilyrði til löggildingar og kröfur um endurmenntun. Einnig að sjá til þess að reglulegt gæðaeftirlit fari fram og að til séu siðareglur og endurskoðunarstaðlar.