Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí ágúst September Október Nóvember Desember

Skil á ársreikningum og framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo

Nú þegar líður að hausti er ekki úr vegi að minna aftur á bréf frá ársreikningaskrá um skil á ársreikningum og stjórnvaldssektir, sjá nánar í frétt á heimasíðu okkar. Eins og þar kemur fram mun ársreikningaskrá taka út lista yfir þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi fyrir miðnætti þriðjudaginn 30. september 2025 og að álagning sekta byggist á þeim lista.
Lesa meira

Ársfundur norrænu endurskoðendasamtakanna (NRF) – framtíð stéttarinnar

Aðalfundur NRF, norrænu endurskoðendasamtakanna, fór fram í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Fundurinn var haldinn af danska sambandinu, FSR – danske revisorer og tóku þar þátt fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum auk gestafyrirlesara frá alþjóðlegum samtökum á borð við IFAC og Accountancy Europe. Þá voru einnig mættir fulltrúar danskra stjórnvalda, háskólasamfélagsins og viðskiptalífsins.
Lesa meira

Einkafjárfestingarfélög láta til sín taka

Í sumar gaf Accountancy Europe út mjög athyglisverða samantekt um fjárfestingar einkafjárfestingarfélaga (e. private equity firms) í félögum í Evrópu sem veita þjónustu á sviði bókhalds, launavinnslu, reikningsskila og endurskoðunar. Samantektina, sem nefnist Private equity investments in accountancy firms og tekur til áranna 2015-2025 ...
Lesa meira

Skýrsla um störf endurskoðendaráðs á árinu 2024

Á heimasíðu endurskoðendaráðs er að finna skýrslu um störf ráðsins á árinu 2024. Í skýrslunni er fjallað um verksvið ráðsins sbr. VIII. kafla laga nr. 94/2019, gæðaeftirlit 2024, endurmenntun, starfsábyrgðartryggingar og margt fleira.
Lesa meira

Skil á ársreikningum sjóða eða stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hefur sent tilkynningu til sjóða og stofnana þar sem minnt er á að að sjóðum og stofnunum sem starfa á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir
Lesa meira

Löggildingarpróf 2025, frá prófnefnd löggiltra endurskoðenda

Með vísan til laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun, er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í október 2025 sem hér segir:
Lesa meira

Samkeppniseftirlitið beinir tilmælum til stjórnvalda vegna gæðaeftirlits endurskoðendaráðs

ann 30. júní birti Samkeppniseftirlitið frétt á heimsíðu sinni ásamt áliti varðandi framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda sem fjallar um tilhögun og framkvæmd gæðaeftirlits með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum ...
Lesa meira

Málstofa um hvernig megi laða að og halda í fólk innan endurskoðunarstéttarinnar

Miðvikudaginn 25. júní var haldin málstofa í Háskólanum í Rvík. þar sem Dr. Linda D. Hollebeek, alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur í þátttöku viðskiptavina hélt fyrirlestur sem nefndist; Engaging the Next Generation of Public Accountants: Insights from Customer Engagement Theory en inntak fyrirlestrarins var hvernig megi mæta þeirri áskorun að laða að og halda í nýtt og hæfileikaríkt starfsfólk innan endurskoðunarstéttarinnar. Hér má nálgast glærur Lindu.
Lesa meira

Tiltektardagur í Reykjadal

Á þriðjudaginn síðasta var fjölmennt í sumarbúðunum í Reykjadal, í Mosfellsdal, þegar tæplega fjörtíu endurskoðendur og starfsmenn endurskoðunarstofa mættu með FLE og gerðu tilbúið fyrir opnun sumarbúðanna. Veðrið lék við hópinn þennan dag og var unnið úti og útisvæðið gert fallegt og öruggt fyrir börnin, en fyrsti hópurinn mætir í lok maí. 
Lesa meira

Aukin aðsókn í meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun

Nýlega lauk umsóknarfresti fyrir meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun fyrir næsta haust.
Lesa meira