30.08.2024
Löggildingarpróf verða haldin í október. Líkt og undanfarin ár eru prófin tvö, annars vegar próf í endurskoðun og reikningsskilum en hins vegar próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum.
Lesa meira
30.08.2024
Nú þegar líður að hausti er ekki úr vegi að minna aftur á bréf frá ársreikningaskrá um skil á ársreikningum og stjórnvaldssektir, sjá nánar í frétt á heimasíðu okkar. Eins og þar kemur fram mun ársreikningaskrá að morgni þriðjudagsins 1. október taka út lista yfir þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi fyrir miðnætti mánudaginn 30. september og miða álagningu stjórnvaldssekta við þann dag.
Lesa meira
30.08.2024
Þann 29. ágúst gaf Alþjóða staðlaráðið (e. International Auditing and Assurance Standards Board, IASSB) út 2023 – 2024 útgáfu handbókar sinnar. Hér er hægt að nálgast pdf. útgáfu handbókarinnar án endurgjalds. Handbókin er nú í fyrsta sinn í fjórum bindum til að auðvelda lesendum að finna það sem leitað er að. Bókin inniheldur m.a. alla alþjóðlegu endurskoðunarstaðlana, þar á meðal nýlegan staðal um endurskoðun einfaldari fyrirtæka og staðla sem lúta að gæðamálum, staðfestingarverkefnum og mörgu öðru.
Lesa meira
23.08.2024
Tilskipun um sjálfbærnireikningsskil (e. the Corporate Sustainability Reporting Directive, CSRD) tók gildi í Evrópusambandinu í upphafi árs 2024. Tilskipunin mun verða innleidd á Íslandi og stendur innleiðingarvinnan yfir en það er þó ekki ljóst á þessari stundu hvenær þeirri vinnu lýkur og tilskipunin öðlast lagagildi hér á landi.
Lesa meira
21.08.2024
Ársfundur Norræna endurskoðendasambandins (NRF) var haldinn í Stavanger í Noregi um miðjan ágúst. Unnar Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri og Kristrún Ingólfsdóttir, formaður sóttu fundinn fyrir hönd FLE auk Margrétar Pétursdóttur stjórnarmanns í Alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC). Félag löggiltra endurskoðenda er meðlimur í bæði IFAC og Evrópusamtökum endurskoðenda (Accountancy Europe).
Lesa meira
14.08.2024
FLE stóð fyrir golfkennslu síðasta laugardag. Snorri Páll Ólafsson, PGA golfkennari, sá um kennsluna en honum til aðstoðar var Haraldur Franklín. Margir þátttakendur gátu svo gefið sér tíma til að setjast niður með okkur í klúbbhúsinu í kaffispjall eftir kennsluna. Veðrið lék við okkur og það var ekki annað að heyra en félagsmenn væru mjög ánægðir með kennsluna. Þátttaka var góð og sem betur fer komust allir að sem skráðu sig til leiks.
Lesa meira
12.07.2024
Nýlega birtist viðtal við Margréti Pétursdóttur á heimasíðu Alþjóða endurskoðunarsambandsins (IFAC). Viðtalið er hluti af svokallaðri „Changemakers Series“ hjá IFAC sem tekur mánaðarlega viðtöl við konur til að vekja athygli á kvenleiðtogum í endurskoðendastéttinni. Viðtalið við Margréti var birt í júní sem er „Pride“ mánuður í Ameríku þar sem fjölbreytileikanum er fagnað.
Lesa meira
12.07.2024
Evrópusamband endurskoðenda (Accountancy Europe) hefur tekið saman mjög áhugaverða umfjöllun um áhrif tæknibreytinga og tilkomu gervigreindar á störf endurskoðenda á síðustu misserum og árum sem og líklega framtíðarþróun.
Lesa meira
12.07.2024
Góð samskipti tóku saman lista yfir 40 stjórnendur, 40 ára og yngri, sem spáð er frekari frama í íslensku viðskiptalífi. Listinn er tekinn saman til að lyfta fólki sem hefur staðið sig vel í því vandasama hlutverki að vera stjórnandi en einnig til að gefa vísbendingu um hverjir gætu átt eftir að taka við æðstu stöðum í íslenskum fyrirtækjum á næstu árum.
Lesa meira
08.07.2024
Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa birtist laugardaginn 6. júlí en þar kemur fram að prófið í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum verður 14. október og próf í endurskoðun og reikningsskilum verður dagana 7. og 10. október. Sjá nánar í auglýsingunni hér til hliðar.
Lesa meira