Greinar

Endurskoðun sjálfbærniupplýsinga

„Í ljósi síaukinna krafna er óhjákvæmilegt fyrir fyrirtæki að bregðast við og búa sig undir að mæta auknum kröfum. Það gengur ekki lengur að hafa sjálfbærniupplýsingagjöf sem hliðarverkefni og skylduverkefni einu sinni ári, heldur þarf öflun sjálfbærniupplýsinga að gerast jafnt og þétt yfir árið. Sjálfbærniupplýsingar verða jafn mikilvægar og fjárhagsupplýsingar eru í dag.“
FLE
02.12.2024
Lesa meira

20 ára afmæli

„Tilgangi félagsins skal náð meðal annars með því að stuðla að fjölgun kvenna í endurskoðun, svo sem með því að gera konur í endurskoðunarstétt sýnilegri, svo til staðar sé fagleg fyrirmynd fyrir ungar konur í endurskoðunarstétt. Jafnframt með því að halda uppi umræðu um og standa vörð um málefni sem höfða sérstaklega til kvenna í stéttinni“.
FLE
22.11.2024
Lesa meira

Staðfestingar sjálfbærniskýrslna

„Óháð staðfesting eykur traust og gagnsemi upplýsinga og því skiptir miklu máli að huga vel að vali á staðfestingarkosti.“
FLE
16.08.2024
Lesa meira

Eymundur Sveinn Einarsson

„Þegar ég var 16 ára bauðst mér sumarvinna við bókhald og uppgjör á Hótel Esju. Mér fannst þetta leika í höndunum á mér og reyndar man ég eins og það hefði gerst í gær þegar yfirmaður minn, Kristín Jónsdóttir, spurði mig af hverju ég yrði ekki einfaldlega endurskoðandi og þannig var búið að lauma þessari hugmynd að mér.“
FLE
14.08.2024
Lesa meira

Elín Hanna Pétursdóttir

„Það að starfa erlendis er ómetanleg reynsla. KPMG bauð upp á þétt stuðningsnet fyrir þá sem fóru í starfaskipti erlendis og naut ég góðs af því. Það er mikill ávinningur bæði fyrir starfsmanninn og fyrirtækin af slíkum erlendum starfaskiptum.“
FLE
15.07.2024
FLE
Lesa meira

Árni Valgarð Claessen

„Við sem störfum við fagið vitum hins vegar að starfið er fjölbreytt og bíður upp á mikinn sveigjanleika og tækifæri fyrir þá sem velja sér þennan starfsvettvang. Ég held að við þurfum sem stétt að fara í stórátak til þess að kynna um hvað störf endurskoðenda snúast.“
FLE
11.07.2024
FLE
Lesa meira

Hlutverk endurskoðunarnefnda í sjálfbærnivegferð fyrirtækja

Fyrst af öllu þarf endurskoðunarnefndin að átta sig á því hvar félagið er statt á sjálfbærnivegferðinni.
FLE
Lesa meira

Er sjálfbærniskýrslan tæk til staðfestingar?

Fyrirtæki þurfa að huga að sinni sjálfbærnivegferð eins fljótt og auðið er til þess að vera tilbúin þegar krafist verður af þeim að safna gögnum, meta og mæla árangur og birta skýringar og lykilmælikvarða.
FLE
26.04.2024
Lesa meira

Gjafir og glens að mati ríkisskattstjóra

Algengt hefur verið að fyrirtæki gefi starfsmönnum sínum bankakort í jólagjöf en samkvæmt framangreindri breytingu þá telst slík gjöf að fullu til tekna hjá starfsmanninum. Vakin skal athygli á að gjafakort í einstakar verslanir, verslunarmiðstöðvar eða tiltekin þjónusta, s.s. hótelgisting, falla ekki undir skilgreiningu á bankakortum.
FLE
19.03.2024
Lesa meira

Tvíþætt mikilvægismat - Hvað er það?

ESRS setur ekki fram ákveðið ferli sem skal fylgja við gerð mikilvægismats né setur viðmið um hvenær málefni telst mikilvægt. Það er því lagt í hendur hvers félags að framkvæma matið í samræmi við kröfur staðalsins og setja viðmið fyrir hvenær málefni telst mikilvægt.
FLE
Lesa meira

Flokkunarreglugerð ESB

Flokkunarreglugerð ESB snýst í stuttu máli um að skilgreina hvaða atvinnustarfsemi telst vera umhverfislega sjálfbær með það að markmiði að hjálpa fjárfestum og fyrirtækjum að taka upplýstar fjárfestingarákvarðanir, stuðla að gagnsæi í upplýsingagjöf og koma í veg fyrir grænþvott.
FLE
Lesa meira

Sjálfbærnistaðlar Evrópusambandsins (ESRS) í hnotskurn

Þessir tólf staðlar eru bara fyrsta skrefið en fleiri staðlar eru nú í vinnslu hjá EFRAG. Annars vegar er um að ræða staðla fyrir ákveðnar atvinnugreinar, þar sem skilgreindar verða kröfur um samræmda upplýsingagjöf og hins vegar staðlar sem verða sérstaklega sniðnir að litlum og meðalstórum félögum (ESRS for SMEs).
FLE
Lesa meira

Endurskoðun er skemmtileg

Mikil eftirspurn hefur verið úr atvinnulífinu eftir löggiltum endurskoðendum af endurskoðunarstofum vegna þekkingar þeirra og því er áskorun fyrir stéttina að halda jafnvægi með því að jafna út vinnuálag innan endurskoðunarstofanna og þeirra sem starfa annars staðar á vinnumarkaði.
Mbl Viðskiptablaðið
Lesa meira

Af hverju innri endurskoðun hjá ríkisstofnunum?

Hér er fjallað um nauðsyn innri endurskoðunar hjá íslenskum ríkisstofnunum en þær þurfa að sinna því hlutverki sem þeim ber samkvæmt gildandi lögum á hverju tíma
Morgunblaðið
Lesa meira

IPSAS, opinberir aðilar og endurskoðendur

Með vísan til krafna um endurskoðun eininga tengda almannahagsmunum er umhugsunarefni að löggjafinn virðist gera meiri kröfur til gæða fjárhagsupplýsinga slíkra eininga en til síns sjálfs, þó hið opinbera sé í eðli sínu stærsti almannaþjónustuaðili á Íslandi.
FLE vefur
Lesa meira

Fjöldi tvísköttunarsamninga - Ísland rekur enn lestina

Það er umhugsunarefni af hverju Ísland er með svo fáa tvísköttunarsamninga
Fréttablaðið
20.05.2021
Lesa meira

GETA ENDURSKOÐENDUR BJARGAÐ HEIMINUM?

…að fyrirtæki þurfa að segja frá því hvernig þau hagnast en ekki bara hversu mikið og að endurskoðendur muni finna leiðir til að þróa reglurnar um frásögnina og að þeir verði leiðandi í þeirri vinnu
FLE blaðið, janúar 2021 1. tbl, 43. árg.
Lesa meira

STAÐGREIÐSLA SKATTS AF ARÐI TIL LÖGAÐILA INNAN EES

…að þrátt fyrir að skattalög falli utan gildissviðs EES samningsins ber aðildarríkjum samningsins engu að síður að beita skattlagningarvaldi sínu þannig að það brjóti ekki í bága við ákvæði samningsins
FLE blaðið, janúar 2021 1. tbl, 43. árg.
Lesa meira

FJÁRSKIPTI HJÓNA OG SAMBÚÐARFÓLKS

Þá hefur Hæstiréttur Íslands staðfest að ef sambúð hefur varað í langan tíma, en hjónaband í skamman tíma beri að meta allan tímann sem aðilar voru með sameiginlegt heimili
FLE blaðið, janúar 2021 1. tbl, 43. árg.
Lesa meira

ÁHRIF COVID-19 Á ÁRSREIKNINGA 2020

COVID-19 heimsfaraldur getur haft margvísleg áhrif á ársreikninga fyrir árið 2020. Það er því að ýmsu að hyggja og nauðsynlegt að greina áhrifin tímanlega og vanda til verka til að tryggja að ársreikningar uppfylli allar kröfur sem til þeirra eru gerðar.
FLE blaðið, janúar 2021 1. tbl, 43. árg.
Lesa meira

NÝTT HLUTVERK ENDURSKOÐENDARÁÐS

Stór breyting er að nú er gert ráð fyrir að endurskoðunarfyrirtæki verði valin til að sæta gæðaeftirliti, en ekki einstakir endurskoðendur eins og verið hefur
FLE blaðið, janúar 2021 1. tbl, 43. árg.
Lesa meira

MISSKILNINGUR Í SEXTÍU ÁR

Í mörg ár fékk hann jólakort sem ég átti að fá, jafnvel frá náskyldum frænda mínum og vini, en ég fékk jólakort ætluð honum
FLE blaðið, janúar 2021 1. tbl, 43. árg.
22.01.2021
Lesa meira

RANNSÓKN Á GÆÐUM ÍSLENSKRA ÁRSREIKNING

Full þörf er á að innleiða stafrænt eftirlitsferli með ársreikningum en eins og staðan er núna yfirfara starfsmenn embættisins einungis örlítið brot af þeim ársreikningum sem skilað er inn
FLE blaðið, janúar 2020 1. tbl, 42. árg.
24.01.2020
Lesa meira

HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

Ennfremur mikilvægi þess að endurskoðendur þekki sína vegferð í að miðla upplýsingum til viðskiptavina um hlutverk þeirra svo hægt sé að ná þeim. Komust þátttakendur að niðurstöðu um þau heimsmarkmið þar sem endurskoðendur í opinbera- og einkageiranum hafa mikilvægu hlutverki að gegna.
FLE blaðið, janúar 2020 1. tbl, 42. árg.
24.01.2020
Lesa meira

GILDI ALÞJÓÐLEGRA ENDURSKOÐUNARSTAÐLA Á ÍSLAND

Deila þessi hefur frá upphafi, í grunninn, snúist um óvissu um lagalegt gildi hinna alþjóðlegu endurskoðunarstaðla á Íslandi
FLE blaðið, janúar 2020 1. tbl, 42. árg.
Lesa meira

EFTIRLIT, HLUTVERK OG VALDHEIMILDIR ÁRSREIKNINGASKRÁR

Stjórnendur skulu leggja mat á mikilvægi og hvaða upplýsingar eru viðeigandi til að tryggja að reikningsskilin gefi glögga mynd samkvæmt skilgreiningu í 5. gr. laga um ársreikninga
FLE blaðið, janúar 2020 1. tbl, 42. árg.
Lesa meira

SKATTLAGNING TEKNA AF HÖFUNDARRÉTTINDUM

Nýju ákvæðin hrófla ekki við skattskyldu höfundatekna, þær munu eftir sem áður vera skattskyldar. Nýju ákvæðin breyta því hins vegar hvernig sumar, en ekki allar, höfundatekjur skuli flokkaðar og skattlagðar
24.01.2020
Lesa meira

AÐGERÐIR GEGN PENINGAÞVÆTTI

Ekki er að finna nákvæmar leiðbeiningar í lögunum um hvernig áhættumat tilkynningarskyldra aðila skal líta út
FLE blaðið, janúar 2020 1. tbl, 42. árg.
24.01.2020
Lesa meira

HVER Á ÞETTA FÉLAG, JÁ EÐA NEI!

Til grundvallar raunverulegu eignarhaldi getur því verið beinn eignarhlutur, óbeinn eignarhlutur, aukið atkvæðavægi á grundvelli samninga eða yfirráð með öðrum hætti, sama í hvaða formi þau yfirráð koma
FLE blaðið, janúar 2020 1. tbl, 42. árg.
Lesa meira

Erfðafjárskattur

Ég hélt í einfeldni minni að arfur til náinna ættingja og skattlagning hans væri hafinn yfir pólitískt þras og umræður og mér finnst ótrúlegt að því sé haldið fram að álagning erfðafjárskatts á þá aðila sé „ skilvirk og réttlát leið til tekjuöflunar.“
Morgunblaðið
Lesa meira

Lög um endurskoðendur stopp í þinginu vegna FME

Frumvarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra gerði ráð fyrir að FME tæki við eftirliti með endurskoðendum en sameining við Seðlabankann setti strik í þann reikning. Hugmyndir um nýja stofnun sem hefði eftirlit með ýmsum öngum viðskiptalífsins hafa verið viðraðar.
Viðskiptablaðið, 20. tbl. 26. árg. bls. 8
Lesa meira

REGLUR UM MILLIVERÐLAGNINGU

Þrátt fyrir hertar reglur hérlendis er engu síður talið að tekjutap ríkissjóðs geti numið umtalsverðum fjárhæðum vegna rangrar verðlagningar milli tengdra aðila
FLE blaðið 1. tbl. 41. árg. bls. 29-31
Lesa meira

Virðisaukaskattur á þjónustu milli landa - breytingar

Breytingarnar eru til mikilla bóta enda reglur gerðar mun einfaldari fyrir fyrirtæki
FLE blaðið 1. tbl. 41. árg. bls. 36-37
Lesa meira

ENDURSKOÐUN BREYTINGAR OG UMBÆTUR Í KJÖLFAR HRUNSINS

En við sem vinnum við endurskoðun, finnum vel fyrir þessum breytingum og auknu kröfum sem orðið hafa í störfum okkar á síðustu tíu árum
FLE blaðið 1. tbl. 41. árg. bls. 26-28
Lesa meira

Í STJÓRN IFAC - viðtal

Ég get samt sagt það strax að það kom mér skemmtilega á óvart að stjórnarmennirnir voru flestir mjög virkir og ekki bara þeir sem koma frá stóru löndunum
FLE blaðið 2019 bls. 17-18
18.01.2019
Lesa meira

ENDURGREIÐSLUR VEGNA KVIKMYNDA OG TÓNLISTAR

Vegna þess mikla árangurs sem náðst hefur með endurgreiðslum til kvikmyndagerðar voru settar sambærilegar reglur um endurgreiðslur vegna hljóðritunar tónlistar hér á landi
FLE blaðið 2019 bls 24-25
Lesa meira

NÝ LÖG Í FARVATNINU

Skerpt verður á kröfum til endurskoðenda, gagnsæi aukið, sem og óhæði þeirra og hlutlægni þeirra í verkefnum sem þeir sinna
FLE blaðið 2019 bls. 19-21
Lesa meira

Þróun á vettvangi alþjóðlegs skattaréttar

BEPS aðgerðaráætlunin hefur haft gríðarlega mikil áhrif á alþjóðlegan skattarétt. Í raun er rétt að tala um ástandið fyrir og eftir BEPS
FLE blaðið 2019 bls. 14-16
Lesa meira

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Ófjárhagslegir þættir sem hluti af framtíðar stefnumótun geta skipt sköpum um möguleg ný markaðstækifæri, nýsköpun og verðmætasköpun
FLE blaðið 2019 bls. 11-13
Lesa meira

Sjálfvirknivæðing ferla skapar ávinning

Hægt er að virkja sjálfvirkni til að vinna verkefni sem krefjast mikillar nákvæmni og er þá villuhættan nánast engin
Viðskiptablaðið
25.03.2018
Lesa meira

Flækjur og rembihnútar á bundnu eigin fé

Lagaákvæðið tekur þannig ekki á, hvað skal gera þegar tímamismunur myndast á útgreiðslu arðs úr dótturfélagi og þar sem hagnaður sem myndar hagnaðinn er í raun innleystur hjá samstæðu.
FLE blaðið 2018 bls. 27-29
18.01.2018
Lesa meira

Erfðaréttur og erfðafjárskattur

Dánarbú er lögaðili og ber sjálfstæða skattskyldu og fer álagning á dánarbú eftir álagningarreglum sem gilda um lögaðila, m.a. hvað skattprósentu varðar. Skatthlutfall dánarbúa er 36%
FLE blaðið 2018 bls. 16-19
18.01.2018
Lesa meira

Heimagisting

Við lok hvers almanaksárs skal skila til sýslumanns yfirliti um daga heimagistingar og tekjur af henni og er sýslumanni heimilt að óska eftir frekari gögnum og staðfestingum ef þurfa þykir s.s. nýtingaryfirlit frá bókunarvefjum. Sýslumanni er heimilt að senda þær upplýsingar til skattyfirvalda.
FLE blaðið 2018 bls. 34-36
Lesa meira

Ný persónuverndarlöggjöf og áhrif á vinnu endurskoðenda

Það er mikilvægt að stjórnendum fyrirtækja og endurskoðendum sé það ljóst að innleiðing fullnægjandi persónuverndar í samræmi við hina nýju löggjöf er ekki afmarkað og tímabundið verkefni. Þvert á móti er nauðsynlegt að fyrirtæki tileinki sér breytta starfshætti til framtíðar sem fléttast inn í dagleg verkefni stjórnenda og starfsmanna
FLE blaðið 2018 bls. 30-31
Lesa meira

Tvö ár frá nýjum ársreikningalögum

Því hljótum við sem félag að vilja leggja áherslu á að þessi veigamiklu lög verði tafarlaust skýrð frekar með reglugerðum, reglum og leiðbeiningum til þess að stjórnir fyrirtækja landsins hafi haldbærar reglur við uppsetningu ársreikninga í stað óteljandi minnisblaða þar sem lögin eru túlkuð á þvers og kruss
FLE blaðið 2018
Lesa meira

Meginreglur og aðferðir til varnar skattsvikum

Að framangreindu virtu er óhætt að fullyrða að íslensk stjórnvöld taki fullan þátt í alþjóðlegu samstarfi í þeirri viðleitni að draga úr skattundanskotum, en betur má ef duga skal.
FLE blaðið 2018
Lesa meira

Jafnlaunavottun

Nýverið samþykkti Alþingi lög um að íslensk fyrirtæki eða stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skuli öðlast jafnlaunavottun. Til að jafnlaunavottun fáist þarf jafnlaunakerfi að hafa verið innleitt og framkvæmd þess að uppfylla kröfur staðals ÍST 85 um jafnlaunavottun.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 20.07.2017
20.07.2017
Lesa meira

Dulin tekjuskattsskuldbinding

Tekjuskattsskuldbinding myndast þegar tímabundinn mismunur verður á annars vegar bókfærðu (þ.e. reikningshaldslegu) verði eigna (eða skulda) í efnahagsreikningi og hins vegar á skattalegu verðmæti þeirra. Tekjuskattsskuldbindingin er sú fjárhæð sem ber að greiða í tekjuskatt á síðari tímabilum vegna þessa skattskylda tímabundna mismunar.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 17. júlí 2017
17.07.2017
Lesa meira

Sjálfvirknivæðing ferla með stafrænu vinnuafli

Áætlað er að stafrænt vinnuafl lækki kostnað um 30-35% hvað einfaldari störf varðar en allt að 70% hvað varðar síendurtekin störf.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 11. maí 2017
Lesa meira

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda

Markmið þessarar greinar er að greina frá hluta niðurstaðna rannsóknar á umhverfi og starfsháttum endurskoðunarnefnda, nánar tiltekið bakgrunni nefndarmanna, áherslum þeirra og mati á trausti og gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Bornar eru saman niðurstöður tveggja kannana höfunda á efninu, annars vegar frá árinu 2012 og hins vegar frá árinu 2016.
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 14. árg. 1. tbl. 2017
Lesa meira

Aukið gagnsæi í áritun endurskoðenda

Nú um áramótin tóku gildi breytingar á alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum sem hafa þau áhrif að áritun endurskoðenda á reikningsskil breytist talsvert og verður breytingin vonandi til þess að auka gagnsemi endurskoðunar enn frekar. Þessi breyting kemur í kjölfarið á því að notendur reikningsskila hafa kallað eftir meiri upplýsingum en hin staðlaða áritun hefur falið í sér og vilja vita meira um það hverjar eru áherslur endurskoðenda við endurskoðun og hvernig var brugðist við þeim.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 2. mars 2017
02.03.2017
Lesa meira

Könnunaráritun og önnur staðfestingarvinna

Til staðar eru sérstakir alþjóðlegir staðlar sem snúa að öðrum störfum endurskoðenda en að beinni endurskoðun ársreikninga. Algengustu áritanir sem endurskoðendur nota vegna annarrar vinnu en endurskoðunar eru könnunaráritun og áritun á óendurskoðuð reikningsskil.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 16. feb. 2017
Lesa meira

Þjóðtungan og ársreikningar

Á árlegum Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem haldinn var nú fyrir skömmu var farið yfir nýlegar breytingar á ársreikningalögum, sem eru ansi margar og ólíkar að umfangi en yfirlýst markmið frumvarpsins var að einfalda regluverkið. Eina þessara breytinga er að finna í 6. gr. laganna, sem felld var inn í 2. og 3. málslið 2. mgr. 7. gr. ársreikningalaga nr. 3/2006, en sú breyting felur í sér að öll félög þurfa nú að skila ársreikningum sínum á íslensku.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 3. feb. 2017
Lesa meira

Arðsúthlutun takmörkuð

Hinn 2. júní sl. voru samþykktar breytingar á lögum um ársreikninga sem komu til framkvæmda 1. janúar 2016. Með framangreindri lagabreytingu voru gerðar verulegar breytingar á lögum um ársreikninga en í þessari grein verður aðeins fjallað um einn anga af breytingunum, þ.e. takmarkanir á arðgreiðslum.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 26. janúar 2017
Lesa meira

Ársreikningalög

Upp hafa komið ýmis álitamál um beitingu tiltekinna lagaákvæða. Það var viðbúið að svo yrði, jafnvel þó vandað sé til verka við lagasetningu og reynt að fremsta megni að hafa lagaákvæði skýr.
FLE blaðið 2017
Lesa meira

Félagatal – spáð í spilin

Flest allir endurskoðendur hafa áhuga á talnalestri. Ritnefnd rýndi í félagatal Félags Löggiltra endurskoðenda á dögunum og komst að ýmsu fróðlegu.
FLE blaðið 2017
Lesa meira

IFRS 16 - Leigusamningar

Það má gera ráð fyrir því að áhrifa staðalsins gæti einna helst hjá félögum sem gert hafa marga rekstrarleigusamninga eða fyrir háar fjárhæðir og til skamms tíma
Lesa meira

Skattlagning kaupréttar á hlutabréfum

Engin sérstök ákvæði eru um hvernig fara skuli með umrædda frestun eða skattkvöð við þær aðstæður þegar kaupréttarhafinn deyr áður en hann selur bréfin.
FLE blaðið 2017
Lesa meira

Descartes endurskoðunarhugbúnaðurinn

Með nýju útgáfunni er horft til framtíðar og var fókusinn settur á að bæta verulega notendaviðmót kerfisins.
FLE blaðið 2017
Lesa meira

Aflandsfélög og lágskattasvæði

Hugtökin aflandsfélag, skattaskjól og lágskattaríki hafa mikið verið notuð af fjölmiðlum undanfarin misseri. Það sem torveldar alla umræðu er að á heimsvísu er engin sameiginleg skilgreining á þessum hugtökum.
FLE blaðið 2017
Lesa meira

Nýjar áritanir

Í áraraðir hefur áritun endurskoðanda lítið breyst og verið keimlík hjá öllum fyrirtækjum. Á sama tíma hefur flækjustig í viðskiptalífinu aukist til muna, sem kallar á flóknari reikningsskilareglur og skýringar.
FLE blaðið 2017
Lesa meira

Nýjar áritanir endurskoðenda

Um allnokkurt skeið hafa fjárfestar víða um heim farið fram á að áritun endurskoðenda gefi þeim meiri upplýsingar en einfalda niðurstöðu um hvort ársreikningurinn standist kröfur reikningsskilareglna eða ekki. Þeir hafa kallað eftir vitneskju um hvað endurskoðandinn telur mikilvægustu atriðin við endurskoðunina og hvernig hann nálgast þau í sinni vinnu.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 10. janúar 2017
10.01.2017
Lesa meira

Hvernig fylgist endurskoðandi með? Hver fylgist með honum?

Endurskoðendur eru ein fárra stétta sem ber lögbundin skylda til endurmenntunar. Samkvæmt lögum um endurskoðendur er þeim skylt að sækja endurmenntun sem tryggir að þeir viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og faglegum gildum.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 23. des. 2016
Lesa meira

Stafræn högun - Ný kynslóð

Upplýsingatæknin er að umbylta möguleikum fyrirtækja til að bjóða viðskiptavinum vörur og þjónustu með áður óþekktum hætti. Ný kynslóð viðskiptavina gerir allt aðrar kröfur til aðgengis að upplýsingum og þjónustu með ýmiskonar þráðlausum búnaði sem orðinn er staðaleign í vasa hvers manns.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 3. des. 2016
Lesa meira

Enn um breytingar á ársreikningalögunum

Viðamiklar breytingar á íslensku ársreikningalögunum voru samþykktar í júní síðastliðnum. Eitt atriði við lagabreytinguna var að hún var afturvirk, lögin eru samþykkt í júní 2016 en gilda frá 1. janúar 2016 og gilda því fyrir ársreikninga ársins 2016.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 24. nóv. 2016
Lesa meira

Þróun endurskoðunar

Í sífellt flóknara viðskiptaumhverfi þarf hefðbundin endurskoðun að breytast til að ná að fylgja eftir þeirri þróun sem á sér stað. Þörfin fyrir endurskoðun hefur aldrei verið meiri og þar leika endurskoðendur stórt samfélagslegt hlutverk.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 5. nóv. 2016
Lesa meira

Útskipti á endurskoðunarfélagi

Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem reið yfir heiminn árið 2008 byrjuðu menn að huga að því hvað hefði farið úrskeiðis. Horft var til þess hvaða leiðir væru færar til að koma í veg fyrir að sömu aðstæður myndu koma upp aftur á fjármálamörkuðum.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 29. okt. 2016
29.10.2016
Lesa meira

Örfélög og hnappurinn

Fyrr á þessu ári voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um ársreikninga. Tilgangur breytinganna var tvíþættur, annars vegar að innleiða nýja ársreikningatilskipun Evrópusambandsins og hins vegar að bæta og einfalda viðskiptaumhverfi lítilla fyrirtækja hér á landi og draga úr umsýslukostnaði.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 13. okt. 2016
Lesa meira

Aðkoma einkaaðila að innviðaframkvæmdum

Þrátt fyrir að einhver þessara verkefna hafa verið unnin í samræmi við skilgreininguna á hefðbundnum PPP-verkefnum, hefur ýmislegt mátt betur fara. Í flestum tilvikum tengist það áhættudreifingu verkefnanna.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 15. sept. 2016
Lesa meira

Skattur af sölu sumarhúsa

Það þarf ýmislegt að hafa í huga við sölu á sumarhúsum og öðrum fasteignum.
03.09.2016
Lesa meira

Fjölbreyttir starfsmöguleikar endurskoðenda

Félagsmenn Félags löggiltra endurskoðenda eru nú um 400 talsins. Af þeim starfar um þriðjungur utan hefðbundinna endurskoðunarstarfa.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 2. sept. 2016
02.09.2016
Lesa meira

Leyfisveitingar í ferðaþjónustu

Samkvæmt lögum um skipan ferðamála þýðir „ferðaskrifstofa“ aðili sem býður fram og selur alferðir í atvinnuskyni, innanlands eða erlendis.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 23. júlí 2016
23.07.2016
Lesa meira

Fjármálatækni framtíðarinnar

Umræða um framtíð fjármálafyrirtækja, fjármálatækni og gjaldmiðla litast þessa dagana mikið af hugtakinu „FinTech“ og þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á FinTech lausnir.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 28. júní 2016
Lesa meira

Endurskoðun breytist til samræmis við tíðarandann

Á árunum 1840–1920 urðu mörg félög gjaldþrota, hlutabréfamarkaðir voru án eftirlits og einkenndust mikið af spákaupmennsku. Takmörkuð ábyrgð hluthafa var ekki til staðar og því þótti nauðsynlegt að setja lög m.a. til þess að verja fjárfesta. Af þessum ástæðum kom fram krafa um að félög væru endurskoðuð.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 9. júní 2016
09.06.2016
Lesa meira

Stjórnun netöryggis

Í nútíma markaðsumhverfi reiða félög sig sífellt meira á tækni og er svo komið að upplýsingatækni er nú undirstöðuþáttur í rekstri hvers félags. Um leið og upplýsingatækni gerir félögum kleift að bæta rekstur og þjónustu, t.d. með því að safna upplýsingum og greina þær, ber tæknin þó einnig með sér þá áhættu að geta orðið félögum að falli.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 27. maí 2016
Lesa meira

Siðareglur endurskoðenda og gæðaeftirlit

Í lögum um endurskoðendur kemur fram að Félag löggiltra endurskoðenda skuli, í samráði við Endurskoðendaráð, setja siðareglur fyrir endurskoðendur. Samkvæmt lögunum skulu endurskoðendur fylgja siðareglum þeim sem settar hafa verið af félaginu og hlotið staðfestingu ráðherra.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 12. maí 2016
Lesa meira

Mikilvægismörk við gerð ársreikninga

Oft er erfitt fyrir lesendur ársreikninga að átta sig á því hvaða upplýsingar í ársreikningum eru mikilvægar og hvaða upplýsingar skipta minna máli. Sérstaklega á þetta við um ársreikninga sem gerðir eru í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í þessu samhengi skiptir miklu máli hvernig hugtakið „mikilvægi“ er notað við gerð ársreiknings.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 29. apríl 2016
Lesa meira

Endurmenntun endurskoðenda

Endurskoðun hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Kröfur um þekkingu og reynslu hafa aukist og þar af leiðandi kröfur um menntun þeirra sem vilja hasla sér völl á þessu sviði.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 25. apríl 2016
Lesa meira

Upplýsingaöryggi og áhættustýring

Á síðustu misserum hafa stjórnir og endurskoðunarnefndir félaga á markaði staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í störfum sínum. Í þessari grein verður farið stuttlega yfir það helsta sem þessir aðilar þurfa að hafa í huga hvað varðar upplýsingaöryggi og áhættustýringu.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 19. apríl 2016
Lesa meira

Af örfélögum og öðrum

Í janúar lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um ársreikninga. Markmið þess er hvort tveggja endurskoðun regluverks með tilliti til einföldunar og innleiðing nýrrar ársreikningatilskipunar Evrópusambandsins.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 15. apríl 2016
Lesa meira

Hvað þarf til þess að verða endurskoðandi?

Endurskoðun sem starfsgrein á sér rétt rúmlega 90 ára sögu á Íslandi. Flestir telja að byrjunina mega rekja til þess þegar Niels Manscher hóf rekstur endurskoðunarskrifstofu í eigin nafni í Reykjavík árið 1924 en fyrirtæki með hans nafni var með rekstur í Reykjavík allt til ársins 1992 þegar nafninu var breytt í Coopers & Lybrand.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 17. mars 216
Lesa meira

Innra eftirlit - mikilvægt stjórntæki

Innra eftirlit er mikilvægur þáttur í stjórnun allra fyrirtækja. Samt sem áður er ekki laust við að hugtakið innra eftirlit (e. internal control) virki stundum neikvætt á fólk.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 10. mars 2016
Lesa meira

Innleiðing og áhrif IFRS 9

Nýr alþjóðlegur staðall um fjármálagerninga leit dagsins ljós í júlí 2014. Fá fjármálafyrirtæki sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) hafa skýrt frá tölulegum áhrifum af innleiðingu staðalsins, en ljóst er að áhrifin verða töluverð á reikningsskil fjármálafyrirtækja við innleiðingu.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 3. mars 2016
Lesa meira

Ólögmæt afturvirk skattheimta?

Við innleiðingu virðisaukaskatts hjá stórum hluta rekstraraðila í ferðaþjónustu hafa allmargir hnotið um ákvæði í lögum um virðisaukaskatt er varð að lögum rétt fyrir jól.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 19. feb. 2016
Lesa meira

FLE styrkir bæði nám og rannsóknir

Félag löggiltra endurskoðenda stofnaði sérstakan námsstyrkjasjóð vorið 2003 til þess að treysta menntunargrundvöll endurskoðenda og veita styrki til framhaldsnáms í endurskoðun og reikningsskilum. Hlutverk sjóðsins var svo útvíkkað árið 2014 til þess að geta stutt við rannsóknir á sama sviði.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 18. feb. 2016
18.02.2016
Lesa meira

Breytingar á virðisaukaskattsskyldu

Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu neysluskattur, sem leggst á söluverð vöru og þjónustu og endanlegir kaupendur (neytendur) greiða og hefur þannig áhrif á samkeppnisstöðuna.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 11. feb. 2016
11.02.2016
Lesa meira

Verulegar breytingar á reikningsskilum ríkisins

Alþjóðlega fjármálakreppan og skuldavandræði margra þjóða sem fylgdu í kjölfar hennar hefur sýnt að léleg fjármálastjórn og skortur á gagnsæi hins opinbera getur stefnt í hættu getu ríkja til að standa undir mikilli skuldasöfnun eða mæta lögbundnum útgjöldum til velferðarmála eða öðrum skuldbindingum.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 4. feb. 2016
Lesa meira

Hvað er það sem stöðvar konur í endurskoðun?

Kynjahallinn í hópi þeirra sem hljóta löggildingu í endurskoðun bendir til þess að konur velji síður en karlar að reyna við prófið, og að þeim gangi verr í prófinu.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 1. febrúar 2016
Lesa meira

Er sundurliðunarblað lögaðila á næsta leiti?

Á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins liggja fyrir drög að frumvarpi til breytinga á lögum um ársreikninga. Meðal þess sem þar kemur fram er ný stærðarflokkun sem nær til minnstu félaga landsins og nefnd eru örfélög.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 26. janúar 2016
Lesa meira

Flýting álagningar opinberra gjalda

Flýting álagningar er á hinn bóginn ýmsum erfiðleikum bundin þar sem álagning opinberra gjalda er samstarfsverkefni margra stofnana og ýmissa annarra aðila og er flókin tæknileg vinnsla.
FLE blaðið 2016 bls. 22-24
Lesa meira

Framhald vinnu við SASE

Ennþá stendur jafnframt eftir að grundvallarspurningunni um hvort skuli hafa tvö sett af endurskoðunarstöðlum er ósvarað. Tilraun NRF sýnir að mínu mati að hægt er að einfalda staðlaverkið töluvert til að mæta þörfum í endurskoðun lítilla eininga.
FLE blaðið 2016, bls 29-30
Lesa meira

Löggilding í fylkjum Bandaríkjanna

Menn öðlast löggildinguna sem endurskoðandi í tilteknu fylki og löggildingarskírteinið er gefið út af endurskoðendaráði (state board of accountancy) viðkomandi fylkis.
FLE blaðið 2016 bls. 27-28
20.01.2016
Lesa meira

Vaxtafrádráttur – hvar liggja mörkin?

Ef litið er heildstætt á framangreind fordæmi og þær reglur sem nú gilda um frádrátt vaxtakostnaðar er það lykilatriði að viðkomandi lán verður að hafa rekstrarlegan tilgang og geta talist til kostnaðar við að afla eða ávaxta fé í rekstri.
FLE blaðið 2016
Lesa meira

Löggildingarpróf til endurskoðunarstarfa

Annað sem hefur verið gagnrýnt er að of langan tíma taki að leiða í ljós hvort einstaklingur stenst þær kröfur sem gerðar eru til þess að öðlast löggildingu. Þá hefur lágt hlutfall þeirra sem gangast undir próf og standast lágmarkskröfur verið gagnrýnt.
FLE blaðið 2016
Lesa meira

Vangaveltur um Reikningsskilaráð

Það er bagalegt að allar götur frá því að reikningsskilaráð lagðist í dvala hefur verið vísað til þess í lögum sem reglusetjandi aðila.
FLE blaðið 2016, bls. 21
Lesa meira

Nýr staðall um tekjuskráningu

Meginregla IFRS 15 er sú að fyrirtæki skal skrá tekjur í bókhaldi eftir því sem yfirfærsla á vöru eða þjónustu á sér stað, til viðskiptavina og fjárhæð tekna endurspegli gagngjaldið sem fyrirtæki væntir að fá vegna sölu á viðkomandi vöru eða þjónustu.
FLE blaðið 2016
Lesa meira

Sérfræðingaábyrgð

Í tveimur nýlegum Hæstaréttardómum hefur reynt sérstaklega á skaðabótaábyrgð endurskoðenda og er viðfangsefni þessara skrifa að skoða hvaða ályktanir megi draga af þeim dómum.
FLE blaðið 2016 bls. 18-20
Lesa meira

Samtímaeftirlit og endurskoðendur

Frá því að líta á innra eftirlit sem kvöð og óþarfa árið 2008 virðast íslensk fyrirtæki í dag sjá innra eftirlit sem nauðsyn. Til marks um þessa þróun hefur samtímaeftirlit komið fram á sjónarsviðið á Íslandi síðustu árum...
FLE blaðið 2015 bls. 10-12
Lesa meira

Breytingar á lögum um ársreikninga

Ein veigamesta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu snýr að einföldunum fyrir minnstu félögin, örfélögin, en eins og áður greinir eru þau um 80% félaga. Örfélögum verður heimilt að skila einfaldri útgáfu ársreiknings til ársreikningaskrár. Ársreikningurinn verður byggður á skattframtali félagsins.
FLE blaðið 2016 bls. 31-33
Lesa meira

Meira af leigusamningum í reikningsskilum

Nýi staðallinn um leigusamninga mun hafa mikil áhrif á reikningsskil leigutaka í framtíðinni þar sem þeir munu í flestum tilvikum einnig þurfa að færa rekstrarleigusamninga í efnahagsreikning sínum, með því að eignfæra nýtingarrétt að leigueign og færa skuld vegna framtíðarleigugreiðslna.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 18. janúar 2016
Lesa meira

Bíddu! Er ekki til einhver tveggja ára regla?

Það mat ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar að ríkisskattstjóra séu í nær öllum tilfellum heimil sex ár til að rannsaka ef hann telur sig þurfa að kalla eftir frekari upplýsingum og gögnum í máli er óskiljanlegt með hliðsjón af niðurstöðu dómsins.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 26.nóv. 2016
Lesa meira

Er fyrirtækið þitt tilbúið fyrir framtíðina?

Gerð var könnun meðal innri endurskoðendanna um hvaða áherslur þeir vildu leggja í vinnu sinni.
Mbl.is - Viðskiptamogginn
Lesa meira

Aukið virði endurskoðunar með gagnagreiningum

Möguleikarnir eru miklir og í raun er hugmyndaflug endurskoðandans eini takmarkandi þátturinn við þessar greiningar.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 12. nóv. 2015
Lesa meira

Á að heimila greiðslu arðs af gangvirðisbreytingum?

Verðgildi hlutabréfanna hækkaði og hækkaði og félögin skiluðu góðum hagnaði þannig að skilyrði fyrir arðgreiðslu voru fyrir hendi, og einnig veð fyrir frekari lánum sem nýtt voru til greiðslu arðs.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 29. okt. 2015
29.10.2015
Lesa meira

Aukið gagnsæi í áritun

Við hjá EY teljum að þessi breyting sé skref í rétta átt og að hin nýja áritun mun auka gildi og virði lykilafurðar í endurskoðun skráðra félaga.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 22. OKT. 2015
22.10.2015
Lesa meira

Siðareglur endurskoðenda

Án sjálfsgagnrýni verður þróun stéttarinnar takmörkunum háð. En slík gagnrýni þarf ávallt að vera gerð á málefnalegum grunni, með hagsmuni stéttarinnar og almannahagsmuni að leiðarljósi.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 15. okt. 2015
15.10.2015
Lesa meira

Skattlagning húsaleigutekna

Í þessu sambandi má einnig hafa í huga að þar sem útleiga húsnæðis til ferðamanna telst vera atvinnurekstur þá er húsnæði það sem notað er atvinnuhúsnæði. Af því leiðir að sveitarfélögum er heimilt að miða álagningu fasteignagjalda við atvinnuhúsnæði.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 8. okt. 2015
08.10.2015
Lesa meira

Skýrslur um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Nú er unnið að því að samþætta skýrslugerð fyrirtækja þar sem fjallað er um samfélagsábyrgð og fjárhagsupplýsingar í sömu skýrslu.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 1. okt. 2015
Lesa meira

Alþjóðleg skattamál

BEPS-pakkinn inniheldur tillögur á 15 mismunandi sviðum. Enn sem komið er hefur lítið heyrst frá íslenskum stjórnvöldum um áhrif BEPS hér á landi en það væri mikil skammsýni að gera ráð fyrir að tillögur OECD muni ekki líka leiða til breytinga hér á landi.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 24. sept. 2015
Lesa meira

FME og ytri endurskoðandi

Bein samskipti milli FME og ytri endurskoðanda hafa verið mjög takmörkuð hingað til.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 17. sept. 2015
Lesa meira

Er innra eftirlit takmörkunum bundið?

Innra eftirlit getur aldrei orðið betra en sú vinna sem lögð er í að koma því á fót og viðhalda því.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 10. sept. 2015
10.09.2015
Lesa meira

Áritun endurskoðenda – breytingar framundan

Breytingarnar kalla á aukin samskipti milli endurskoðunarnefnda og endurskoðenda og umræður um upplýsingar sem koma fram í áritun endurskoðanda
03.09.2015
Lesa meira

Sjóðstreymi

Þrátt fyrir hvatningu í IAS 7 um að setja fram rekstrarhreyfingar með beinum hætti hefur það ekki fengið hljómgrunn hjá semjendum reikningsskila á Íslandi.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 27. ágúst 2015
Lesa meira

Óhæði og hlutverk endurskoðenda

Óhæði er einn af hornsteinum endur-skoðunarstarfsins. Endurskoðandi verður að vera óháður því fyrirtæki sem hann endurskoðar bæði í reynd og ásýnd.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 20. ágúst 2015
Lesa meira

Endurskoðun framtíðarinnar

Endurskoðun framtíðarinnar verður mjög frá-brugðin þeirri hefðbundnu endurskoðun sem stjórn- endur þekkja í dag. Tilfærslan frá hefðbundinni endurskoðun til endurskoðunar framtíðarinnar mun ekki gerast á einni nóttu.
Lesa meira

IFAC og framtíðin

Í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu er hlutverk IFAC í þróun fjármálamarkaða og hagkerfa orðið mun mikilvægara.
Lesa meira

Eflum umhverfi tæknifyrirtækja

Það sem hefur kannski vantað er verkfæri til að draga athygli erlendra aðila að íslenskum tæknifyrirtækjum.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 30. júlí 2015
30.07.2015
Lesa meira

Nýjar reglur um ársreikninga lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið setti nýlega nýjar reglur um ársreikningar lífeyrissjóða. Aðalbreytingin er að nú gildir sú meginregla að meta skuli öll verðbréf (fjármálagerninga) í ársreikningum lífeyrissjóða á gangvirði.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 16. júlí 2015
Lesa meira

Hvar eru endurskoðendur?

Af þessum 385 félagsmönnum sem eru löggiltir endurskoðendur eru karlar í meirihluta eða 289 talsins en konurnar eru 96 eða fjórðungur félagsmanna.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 9. júlí 2015
09.07.2015
Lesa meira

Upplýsingamengun í ársreikningum

Stjórnendur þurfa að feta hinn gullna meðalveg og yfirfara með gagnrýnum hætti hvaða skýringar þarf að leggja áherslu á og hverju má sleppa.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 2. júlí 2015
Lesa meira

Milliverðlagsreglurnar loks tilbúnar

Tekur skjölunarskyldan því aðeins til viðskipta innlendra lögaðila við tengda aðila sem eru heimilisfastir erlendis eða eru með fasta starfsstöð utan Íslands.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 25. júní, 2015
Lesa meira

Nú verður endurskoðun skemmtileg á ný

Minni áhersla verður á fylgni við staðla og aukin áhersla á faglegt mat og samskipti við stjórnendur og stjórn.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 23. júní 2015
Lesa meira

Hvað er endurskoðun?

Endurskoðandinn getur aldrei veitt algjöra vissu um að reikningsskil séu laus við verulegar rangfærslur vegna eðlislægra takmarkana endurskoðunar.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 18. júní 2015
18.06.2015
Lesa meira

Sviksemi og spilling – auðvelda leiðin til vaxtar?

Fjármálafyrirtæki þekkja vel kostnaðinn sem fylgir því að fara gegn settum reglum en gríðarlegar fjárhæðir hafa verið greiddar vegna sátta í málum fjármálafyrirtækja.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 11. júní 2015
11.06.2015
Lesa meira

Leigusamningar í reikningsskilum – breytingar í sjónmáli

Þetta mun þá einnig hafa áhrif á lykilkennitölur, svo sem um arðsemi og fjármagnsskipan, sem getur síðan haft áhrif á hlutabréfaverð, fjárhagsleg skilyrði í lánasamningum, hæfi félaga til að greiða arð o.s.frv.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 4. júní 2015
Lesa meira

Samtímaendurskoðun skapar verðmæti

Tæknin gerir ekki aðeins mögulegt að ná utan um heildargagnasöfn heldur gefst tækifæri til að vinna endurskoðunaraðgerðir tíðar og jafnvel í rauntíma.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 28. maí 2015
Lesa meira

Mikilvægi óhæðis endurskoðenda

Trúverðugleiki ársreikningsins í heild er undir og þar með trúverðugleiki og mikilvægi þeirra upplýsinga sem þeir, sem stjórnendur, leggja fram og birta í honum.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 21. maí 2015
Lesa meira

Skattskil hjóna með lögheimili sitt í hvoru landinu

Hjónum sem búa og starfa sitt í hvoru landinu hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Fróðlegt er því að skoða lagaumhverfið í þessu samhengi varðandi skattskil og önnur réttindi /skyldur hjóna í þessari stöðu.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 14. maí 2015
Lesa meira

Góð endurskoðunarvenja

Undirritaður telur óviðunandi að endurskoðun sé framkvæmd með svo mismunandi hætti.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 7. maí 2015
Lesa meira

Hjúskapur eða sambúð - skiptir það máli í erfðarétti

Mikilvægt er að vanda vel til verka við gerð erfðaskráa enda geta allmörg atriði ógilt erfðaskrána samkvæmt lögum og því miður er vel þekkt að erfingjar deili um gildi erfðaskráa fyrir dómstólum.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 30. apríl 2015
30.04.2015
Lesa meira

Ísland rekur lestina í fjölda tvísköttunarsamninga

Af 32 ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), þá er Ísland í 31. sæti yfir fjölda tvísköttunar-samninga við önnur ríki.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 23. apríl 2015
Lesa meira

BEPS – skattstofnarýrnun og tilfærsla hagnaðar

Í flestum tilvikum er þó um fullkomlega löglega skipulagningu að ræða hjá fyrirtækjum sem hafa svigrúm til að skipuleggja starfsemi sína þannig að sem allra mest skattalegt hagræði náist.
Mbl.is - Viðskiptamogginn 9. apríl 2015
Lesa meira

MiFID II

Allar þessar kröfur gætu leitt til þess að markaðurinn færðist í þá átt að til staðar væri mun staðlaðra og einfaldara vöruframboð en nú er.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 26. mars 2015
Lesa meira

Skattaívilnanir fyrir sprotafyrirtæki

Ef tekjuskattur er lægri en frádrátturinn, eða ef ekki er lagður tekjuskattur á sprotafyrirtækið vegna skattalegs taps, er frádrátturinn greiddur til félagsins.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 19. mars 2015
19.03.2015
Lesa meira

Ómöguleiki skattrannsóknarstjóra nýtt sem skattlagningarheimild hjá ríkisskattstjóra?

Er vandasamara fyrir skattyfirvöld að meta gögn frá ríkjum sem ekki hafa stjórnmálasamband við Ísland? Nei, svo er ekki, en hér verða stjórnvöld að hafa skýra sýn.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 12. mars 2015
12.03.2015
Lesa meira

Innra eftirlit – vörn gegn kostnaðarsömum áföllum

Þrátt fyrir að oft sé til staðar innra eftirlit eða lýsing á því í fyrirtækjum, þá virkar það oft ekki eins og best gerist.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 5. mars 2015
Lesa meira

Frekar um nýjan staðal um fjármálagerninga

Hinn nýi staðall gerir mun ríkari kröfur til semjenda reikningsskilanna en sá sem hann leysir af hólmi, þar sem gert er ráð fyrir að við mat á niðurfærslu beri að leggja mat á líkur á framtíðartapi.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 26. febrúar 2015
Lesa meira

Fyrir hvað stendur Félag löggiltra endurskoðenda?

Tilgangur félagsins samkvæmt samþykktum þess er margvíslegur og snýr að því að viðhalda og auka faglega þekkingu félagsmanna og samræma vinnubrögð þeirra.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 19. febrúar 2015
19.02.2015
FLE
Lesa meira

Mikil breyting á starfsumhverfi ferðaþjónustunnar

Hins vegar var skattstofninn breikkaður töluvert, en þær breytingar hafa ekki verið eins mikið í umræðunni og mætti ætla þegar horft er til þeirra áhrifa sem að þær munu hafa þegar þær hafa að komið til framkvæmda.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 12. febrúar 2015
12.02.2015
Lesa meira

Flugvélaleiga og skattar

Miðað við tölulegar upplýsingar frá almanaksárinu 2010 skilaði flugrekstur 102,2 milljörðum króna til vergrar landsframleiðslu (VLF) og var 6,6% af henni … en það var þá hæsta hlutfall meðal landa heims.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 5. febrúar 2015
Lesa meira

Vægari kröfur til smáfyrirtækja í nýrri tilskipun ESB

Í tilskipuninni, sem sett er til breytingar á eldri tilskipun, eru nú í fyrsta sinn tilgreind stærðarmörk fyrir smáfyrirtæki.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 29. janúar 2015
Lesa meira

Reglur um milliverðlagningu

Skjölun samkvæmt starfsreglum ESB er umtalsvert minna íþyngjandi en ákvæði íslensku reglugerðarinnar. Er því erfitt að sjá fyrir þau tilvik að aðili kjósi að skjala í samræmi við íslensku reglugerðina.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 22. janúar 2015
Lesa meira

Milliverðlagning

Öll Norðurlöndin fylgja leiðbeiningarreglum OECD þegar kemur að vali á aðferðum við verðlagningu.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 22. janúar 2015
Lesa meira

Endurskoðunarnefndir

Virk endurskoðunarnefnd er ráðgefandi við stjórn um ákveðna þætti í starfsemi félags, fyrst og fremst fjárhagslega, ásamt því að annast samskipti við endurskoðanda félagsins.
FLE blaðið 2015 bls. 34-36
Lesa meira

Norrænn endurskoðunarstaðall fyrir litlar einingar

Ekki voru lagðar til breytingar á þeirri skyldu að ársreikningar félaga séu annaðhvort endurskoðaðir af endurskoðendum eða yfirfarnir af skoðunarmönnum. Þannig eiga allir ársreikningar þeirra félaga sem falla undir lög um ársreikninga annaðhvort að vera endurskoðaðir af endurskoðendum eða yfirfarnir af skoðunarmönnum.
FLE blaðið 2015 bls. 7-9
Lesa meira

Nær öll fyrirtæki á Íslandi eru lögum samkvæmt undanþegin endurskoðun

Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni að þróunin sé sú undanfarin ár, að gerðar séu enn minnkandi kröfur til eftirlits og endurskoðunar fyrirtækja sem þó var nánast ekkert fyrir. Byggja þarf Ísland framtíðarinnar á heilbrigðari viðskiptaháttum, en einn liður í því er að tryggja með sem bestum hætti áreiðanleika ársreikninga.
FLE blaðið 2015 bls. 31-33
Lesa meira

Rafræn stjórnsýsla á tímamótum?

Engum blöðum er um það að fletta að hagkvæmni rafrænnar stjórnsýslu er miklum mun meiri umfram hefðbundna sýslan með pappír og gögn. Þægindi almennra borgara af rafrænni stjórnsýslu í skattamálum eru ótvíræð, en það hagræði er þó sennilega mest fyrir endurskoðendur og bókara.
FLE blaðið 2015 bls. 25-28
Lesa meira

Skattskylda og skattframtalsskil þrotabúa

Við fyrstu sýn mætti ætla að ekki væri mikið um flókin álitaefni tengd skattlagningu þrotabúa því um er að ræða ógjaldfæra aðila sem alla jafna hafa ekki miklar skattskyldar tekjur. Þrátt fyrir þetta hafa komið fram ýmis álitaefni varðandi skattskyldu þrotabúa sem ekki er tekið sérstaklega á í skattalögum.
FLE blaðið 2015 bls. 23-24
Lesa meira

Réttnefni eða mýraljós?

Af framansögðu má ljóst vera að merking hugtaksins viðskiptavild er þrengd mjög í reglum reikningshaldsins frá þeirri sem viðgengst í daglegu tali. Fyrirtæki sem ávinnur sér almenna hylli viðskiptavina og byggir upp mikið traust á markaði má ekki færa sér slíkt til eignar í sínum bókum.
FLE blaðið 2015 bls. 17-20
Lesa meira

Áhugaverð skattamál á nýliðnu ári

Álitaefnin sem hér verður fjallað um eiga það sammerkt að hafa verið nokkuð uppi á pallborðinu á síðasta ári og kunna að hafa veigamikil áhrif á sviði endurskoðunar til framtíðar.
FLE blaðið 2015 bls. 15-16
20.01.2015
Lesa meira

Breytingar á tekjuskráningu í reikningsskilum félaga

Staðallinn tekur á ýmsum álitaefnum og setur fram ítarlegri leiðbeiningar um tekjuskráningu en þeir staðlar sem honum er ætlað að leysa af hólmi.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 8. janúar 2015
Lesa meira

Samspil innri og ytri endurskoðunar

Innbyrðis samskipti innri og ytri endurskoðenda skipta miklu máli til að bæta innra eftirlitskerfi og styðja fyrirtæki í að ná enn betri árangri.
Mbl.is - Viðskiptamogginn 18. des. 2014
Lesa meira

Nýr staðall um fjármálagerninga lítur dagsins ljós

Það hefur verið í umræðunni að sveiflur í niðurfærslum muni aukast þar sem horfa þarf til framtíðar sem eykur óvissuna og dregur á sama tíma úr samanburðarhæfni á milli banka.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 4. desember 2014
Lesa meira

Ársreikningar fjármálafyrirtækja

Nú hefur verið lagt til að hverfa skuli frá stöðluðum áritunum og endurskoðandanum verður gert skylt að greina í áritun nánar frá vinnu sinni.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 27. nóv 2014 bls. 12
Lesa meira

Skatturinn getur tæmt þrotabúin

Standist þessi túlkun gætu fjölmörg þrotabú staðið frammi fyrir gríðarlegri skattlagningu og þar með upptöku allra eigna sinna á kostnað annarra kröfuhafa.
Mbl.is - Viðskiptamogginn 20. nóv. 2014 bls. 12.
20.11.2014
Lesa meira

Bætt reikningsskil opinberra aðila

Ávinningur hins opinbera af upptöku reikningsskila byggðra á hreinum rekstrargrunni getur orðið verulegur.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 13. nóv. 2014 bls. 12.
13.11.2014
Lesa meira

Eru þetta tekjur?

Með þessu á notendum reikningsskilanna að verða auðveldara að skilja eðli, tímasetningu og óvissu er tengist tekjum og sjóðstreymi vegna samninga við viðskiptavini viðkomandi félags.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 6. nóv. 2014 bls. 12.
Lesa meira

Útboð á endurskoðunarþjónustu

Þannig telst það til undantekninga að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda eða bjóðendur upplýstir á annan hátt um það hverjir tóku þátt og hvað hver bauð. Oft ber tilkynning um niðurstöðu aðeins það með sér hver vann útboðið en sjaldan upplýsingar um hvað réð valinu.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 30. okt. 2014, bls. 12
30.10.2014
Lesa meira