Við innleiðingu virðisaukaskatts hjá stórum hluta rekstraraðila í ferðaþjónustu hafa allmargir hnotið um ákvæði í lögum um virðisaukaskatt er varð að lögum rétt fyrir jól.
Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu neysluskattur, sem leggst á söluverð vöru og þjónustu og endanlegir kaupendur (neytendur) greiða og hefur þannig áhrif á samkeppnisstöðuna.
Hins vegar var skattstofninn breikkaður töluvert, en þær breytingar hafa ekki verið eins mikið í umræðunni og mætti ætla þegar horft er til þeirra áhrifa sem að þær munu hafa þegar þær hafa að komið til framkvæmda.