Siðareglur fyrir endurskoðendur

Siðareglur fyrir endurskoðendur voru gefnar út á bókarformi árið 2011. Bókin fæst á skrifstofu FLE (sími: 568-8118 fle@fle.is) og kostar kr. 4000. Siðareglurnar eru einnig aðgengilegar á pdf - sjá hér að neðan.

Á aðalfundi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) þann 14. nóvember 2009 voru samþykktar Siðareglur fyrir endurskoðendur sem gilda munu fyrir alla endurskoðendur á Íslandi. Siðareglurnar voru uppfærðar og samþykktar þannig af aðalfundi Félags löggiltra endurskoðenda FLE 5. nóvember 2010. Hér má nálgast uppfærðar siðareglur fyrir endurskoðendur sem tóku gildi 1. janúar 2011

Þessar reglur byggja á siðareglum alþjóðasamtaka endurskoðenda (IFAC ) „Code of Ethics for Professional Accountants” frá júní 2005 ásamt þeim breytingum sem fram koma í endurskoðuðum reglum IFAC sem voru gefnar út í júlí 2009. Samkvæmt lögum um endurskoðendur sem tóku gildi 1. janúar 2009 skulu allir endurskoðendur á Íslandi fylgja siðareglum sem settar hafa verið af félaginu. Með samþykkt aðalfundar FLE á reglunum og að fenginni staðfestingu ráðherra á þeim öðlast þær formlega gildi. Siðareglurnar voru staðfestar af ráðherra efnahags-og viðskiptamála 29. september 2010.