Um löggildingu endurskoðenda

Í lögum um endurskoðendur nr.94/2019 er endurskoðun skilgreind á eftirfarandi hátt:„Óháð og kerfisbundin öflun gagna og mat á þeim í þeim tilgangi að láta í ljós rökstutt og faglegt álit endurskoðanda á áreiðanleika þeirra og framsetningu í samræmi við lög, settar reikningsskilareglur eða önnur skilyrði sem fram koma í álitinu.“ Hér má skoða bæklinginn Endurskoðandinn en þar eru greinagóðar upplýsingar um endurskoðun og endurskoðendur.

Hér er að finna ýmislegt sem hefur með endurskoðun og endurskoðendur að gera umhverfi þeirra, hlutverk og ábyrgð. Þá eru hér upplýsingar um Endurskoðendaráð sem er eftirlitsaðili endurskoðenda hér á landi. Ennfremur er hér að finna alþjóðlega staðla, siðareglur endurskoðenda, lög og reglugerðir, ásamt upplýsingum um alþjóðasamband endurskoðenda IFAC.