Endurvirkjun réttinda

Hafi endurskoðandi lagt inn réttindi sín getur hann virkjað þau á ný.  Sjá lög um endurskoðun nr. 94/2019 "12. gr. Hafi endurskoðandi lagt inn löggildinguna sína skal veita honum réttindi á ný eftir umsókn hans, án endurgjalds, ef hann fullnægir öllum skilyrðum til að njóta þeirra og sannar að hann hafi uppfyllt endurmenntunarkröfur þriggja ára tímabils."

Þarf þá viðkomandi að óska eftir því við endurskoðendaráð og um leið að sýna fram á að sá hinn sami hafi sótt endurmenntun sem samsvarar 3ja ára tímabili – fyrir endurnýjun. Einfaldast er að senda tölvupóst á Áslaugu Árnadóttur hjá endurskoðendaráði (aslaug@landslog.is) og óskar eftir að virkja löggildinguna á ný. Sjá 9. gr. um endurmenntun:


7. gr. Endurmenntun.

 Endurskoðanda er skylt að sækja endurmenntun sem tryggir að hann viðhaldi reglulega fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og faglegum gildum. 
Endurmenntunin skal að lágmarki svara til 20 klukkustunda á ári og samtals 120 klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili. Endurskoðendaráð getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði ef sérstakar ástæður gefa tilefni til þess. Endurmenntunartímabil endurskoðanda sem fær löggildingu í fyrsta sinn hefst 1. janúar árið eftir að löggilding er veitt. 
 Endurmenntun skv. 1. mgr. skal á hverju þriggja ára tímabili ná a.m.k. til eftirtalinna sviða og skal lágmark endurmenntunar á hverju sviði vera: 
    a. endurskoðun 30 klukkustundir, 
    b. reikningsskil og fjármál 20 klukkustundir, 
    c. skatta- og félagaréttur 15 klukkustundir, 
    d. siðareglur og fagleg gildi 10 klukkustundir
Endurskoðandi skal halda skrá um endurmenntun sína og skulu a.m.k. 60 klukkustundir vera staðfestanlegar á hverju þriggja ára tímabili en að lágmarki skulu 10 klukkustundir í endurmenntun hvers árs vera staðfestanlegar.  
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um endurmenntun endurskoðenda.