Endurskoðunarstaðlar

Þar til alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa verið teknir upp í íslenskan rétt skal endurskoðun skv. 9.gr. fara eftir góðri endurskoðunarvenju. Með góðri endurskoðunarvenju er átt við að endurskoðað sé með viðurkenndum aðferðum í samræmi við leiðbeinandi reglur um endurskoðun (ISA) útgefnar af alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC). Sjá nánar ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 79/2008 um endurskoðendur. 

Alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar eru gefnir eru út af alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC), sem FLE er aðili að. Í því felst að endurskoða skal í samræmi við alla útgefna alþjóðlega endurskoðunarstaðla sem eru í gildi og sem ná til verkefnisins sem verið er að vinna. Endurskoðandi má ekki gefa til kynna að endurskoðunin sé framkvæmd í samræmi við staðlana nema það sé gert að öllu leyti. Saman mynda alþjóðlegu staðlarnir ramma um vinnu endurskoðenda við að ná fram markmiðum endurskoðunarinnar.

Staðlarnir hafa ekki verið þýddir á íslensku en hægt er að nálgast þá á www.ifac.org Hér er hægt að nálgast alþjóðlega staðla um endurskoðun ISA,s og gæðaeftirlit ISQC1.  Staðlarnir eru  til á bókarformi sem hægt er að panta frá IFAC en einnig sem pdf skjöl sem eru þá ókeypis.

 

Til baka