Upplýsingatæknin er að umbylta möguleikum fyrirtækja til að bjóða viðskiptavinum vörur og þjónustu með áður óþekktum hætti. Ný kynslóð viðskiptavina gerir allt aðrar kröfur til aðgengis að upplýsingum og þjónustu með ýmiskonar þráðlausum búnaði sem orðinn er staðaleign í vasa hvers manns.
Umræða um framtíð fjármálafyrirtækja, fjármálatækni og gjaldmiðla litast þessa dagana mikið af hugtakinu „FinTech“ og þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á FinTech lausnir.