Upplýsingatæknin er að umbylta möguleikum fyrirtækja til að bjóða viðskiptavinum vörur og þjónustu með áður óþekktum hætti. Ný kynslóð viðskiptavina gerir allt aðrar kröfur til aðgengis að upplýsingum og þjónustu með ýmiskonar þráðlausum búnaði sem orðinn er staðaleign í vasa hvers manns.
Í sífellt flóknara viðskiptaumhverfi þarf hefðbundin endurskoðun að breytast til að ná að fylgja eftir þeirri þróun sem á sér stað. Þörfin fyrir endurskoðun hefur aldrei verið meiri og þar leika endurskoðendur stórt samfélagslegt hlutverk.
Umræða um framtíð fjármálafyrirtækja, fjármálatækni og gjaldmiðla litast þessa dagana mikið af hugtakinu „FinTech“ og þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á FinTech lausnir.
Í nútíma markaðsumhverfi reiða félög sig sífellt meira á tækni og er svo komið að upplýsingatækni er nú undirstöðuþáttur í rekstri hvers félags. Um leið og upplýsingatækni gerir félögum kleift að bæta rekstur og þjónustu, t.d. með því að safna upplýsingum og greina þær, ber tæknin þó einnig með sér þá áhættu að geta orðið félögum að falli.
Á síðustu misserum hafa stjórnir og endurskoðunarnefndir félaga á markaði staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í störfum sínum. Í þessari grein verður farið stuttlega yfir það helsta sem þessir aðilar þurfa að hafa í huga hvað varðar upplýsingaöryggi og áhættustýringu.
Frá því að líta á innra eftirlit sem kvöð og óþarfa árið 2008 virðast íslensk fyrirtæki í dag sjá innra eftirlit sem nauðsyn. Til marks um þessa þróun hefur samtímaeftirlit komið fram á sjónarsviðið á Íslandi síðustu árum...
Engum blöðum er um það að fletta að hagkvæmni rafrænnar stjórnsýslu er miklum mun meiri umfram hefðbundna sýslan með pappír og gögn. Þægindi almennra borgara af rafrænni stjórnsýslu í skattamálum eru ótvíræð, en það hagræði er þó sennilega mest fyrir endurskoðendur og bókara.