Oft er erfitt fyrir lesendur ársreikninga að átta sig á því hvaða upplýsingar í ársreikningum eru mikilvægar og hvaða upplýsingar skipta minna máli. Sérstaklega á þetta við um ársreikninga sem gerðir eru í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í þessu samhengi skiptir miklu máli hvernig hugtakið „mikilvægi“ er notað við gerð ársreiknings.