Ennþá stendur jafnframt eftir að grundvallarspurningunni um hvort skuli hafa tvö sett af endurskoðunarstöðlum er ósvarað. Tilraun NRF sýnir að mínu mati að hægt er að einfalda staðlaverkið töluvert til að mæta þörfum í endurskoðun lítilla eininga.

Framhald vinnu við SASE

Jón Rafn Ragnarsson er endurskoðandi hjá Deloitte

Vinnu við SASE, samnorrænan staðal um endurskoðun fyrir litlar einingar var framhaldið á árinu 2015 en í árslok 2014 lágu fyrir fyrstu heildstæðu drög staðalsins og voru kynnt á framkvæmdastjórafundi NRF þann 20. janúar 2015. Ákveðið var í framhaldi þess fundar að boða til annars fundar í Kaupmannahöfn þann 10. mars og var sá fundur haldinn í höfuðstöðvum Deloitte. Til fundarins mættu 3-5 fulltrúar frá hverju landi og í kjölfar þess fundar var m.a. lagt í vinnu við gerð myndbands til að kynna staðalinn o.fl.

Ákveðið var að birta drög að staðalinum sumarið 2015. Staðallinn var birtur í heild sinni á vefsvæði FLE og samhliða á vefsvæðum annarra aðildarfélaga NRF. Óskað var eftir athugasemdum og ábendingum frá umsagnaraðilum sem bárust í október og nóvember. Alls bárust yfir 200 bréf frá endurskoð- endum, endurskoðunarfyrirtækjum, eftirlitsaðilum, alþjóðlegum samtökum endurskoðenda og endurskoðendasamtökum víðsvegar að úr heiminum.

Staðallinn sjálfur í núverandi mynd

Staðallinn er sjálfstæður endurskoðunarstaðall sem er byggð- ur á meginreglum og er sérstaklega sniðinn að endurskoðun reikningsskila minni rekstrareininga. Endurskoðun í samræmi við SASE er ætlað að veita endurskoðandanum nægilega vissu (e. reasonable assurance) um það hvort reikningsskil smærri rekstrareininga séu án verulegra annmarka og endurskoðunargögn sem aflað er munu veita endurskoðandanum rökstuðning fyrir því áliti sem hann setur fram í áritun sinni. Staðallinn hefur mótast af almennt viðurkenndum meginreglum endurskoðunar og leggur grunn að áhættumiðaðri endurskoðun. Notkun hans gerir kröfur til faglegs mats og faglegrar gagnrýni endurskoð- andans. Staðallinn setur fram kröfur um að endurskoðandinn meti hættu á verulegum rangfærslum í reikningsskilunum og að hann skipuleggi og framkvæmi endurskoðunaraðgerðir sem bregðast við þeirri áhættu með viðunandi hætti. Við notkun staðalsins ber endurskoðandanum að hlíta viðeigandi ákvæð- um siðareglna, sem meðal annars varða óhæði, og ákvæðum alþjóðlegs staðal um gæðastjórnun ISQC 1. (International Standard on Quality Control).

Staðallinn á við um endurskoðun smærri rekstrareininga sem eru undir þeim stærðarmörkum sem skilgreind eru í tilskipun Evrópuráðsins um reikningsskil. Staðallinn skiptist í sex kafla:

  1. Almennar meginreglur og ábyrgð
  2. Samþykki viðskiptavinar og verkefni
  3. Skipulagning
  4. Áhættumat
  5. Viðbrögð endurskoðandans við mati á áhættu
  6. Áritun endurskoðanda

Í fyrsta kafla staðalsins eru settar fram grundvallarreglur endurskoðunarinnar og markmið. Fjallað er um verkstjórn og gæðaeftirlit, endurskoðunargögn, skráningu vinnupappíra og samskipti við stjórnendur og stjórn.

Í öðrum kafla er fjallað um samþykki viðskiptavinar og verkefni. Kröfurnar um samþykki verkefnis og viðskiptavinar eru mjög sambærilegar kröfum ISA staðlanna.

Í þriðja kafla er fjallað um skipulagningu endurskoðunarinnar og ákvörðun mikilvægismarka.

Fjórði kafli staðalsins er einn sá mikilvægasti og fjallar um áhættumat endurskoðandans, aðferðir við áhættumatið, öflun þekkingar á einingunni, umhverfi hennar og greiningu og mat á hættunni á verulegri skekkju. Áhættumatið í fjórða kafla myndar grunninn að þeim gagnaskoðunaraðgerðum sem endurskoðandi hannar í fimmta kafla, en í þeim kafla eru sett fram íhugunaratriði, t.d. varðandi sviksemisáhættu, rekstrarhæfi, reikningshaldslegt mat og tengda aðila, án þess að sérstaklega séu tilgreindar kröfur um aðgerðir sem ávallt skal framkvæma án tillits til mats á áhættu. Slíkar kröfur er m.a. að finna í ISA 240.

Sjötti og síðasti kafli staðalsins fjallar um áritun endurskoðanda og er þar fjallað um aðgerðir vegna atburða eftir lok reiknings- árs, greiningaraðgerðir í lokin, skriflegar staðfestingar og framsetningu áritunarinnar sjálfrar.

Umsagnir um staðalinn

Ýmis hagsmunasamtök endurskoðenda um allan heim sendu erindi og athugsemdir um staðalinn. IAASB sendi svarbréf og hvatti NRF til að leita annarra leiða til að mæta þörfum lítilla fyrirtækja í notkun ISA staðlanna fyrir litlar einingar og ítrekar að það sé afstaða IAASB að hægt sé að aðlaga ISA staðlanna að endurskoðun lítilla eininga (e. scalable), þar sem sú endurskoðun sé áhættumiðuð. Svari IAASB fylgi síðan nokkurra blaðsíðna greining á mismun ISA staðlanna við SASE staðalinn Framhald vinnu við SASE og þeirra afstaða til mikilvægra aðgerða sem er að finna í ISA stöðlunum en ekki í SASE, t.d. varðandi birgðatalningar (ISA 501) og staðfestingarbréf stjórnenda (ISA 580).

Ein af samtökum endurskoðenda í Englandi og Wales ICEAW, sem hafa um 144.000 félagsmenn sendi langt erindi og jafnframt er fjallað um staðalinn í tímariti félagsins í nóvember 2015 og jafnframt á heimasíðu félagsins. Önnur endurskoðendasamtök í Skotlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Hollandi sendu jafnframt inn erindi og eru almennt jákvæð gagnvart staðlinum en leggja til ýmsar breytingar.

SASE - 2. útgáfa?

Ljóst er að ekki verður staðallinn samþykktur í núverandi mynd. Athugsemdir og ábendingar kalla á ýmsar lagfæringar sem bregðast þarf við. Á næstu misserum verður unnið að því að hafa samráð við ýmis samtök endurskoðenda, m.a. IAASB, ICAEW, um hvernig breytingar þurfi að gera á staðlinum svo hægt sé að beita honum við endurskoðun lítilla eininga.

Ennþá stendur jafnframt eftir að grundvallarspurningunni um hvort skuli hafa tvö sett af endurskoðunarstöðlum er ósvarað. Tilraun NRF sýnir að mínu mati að hægt er að einfalda staðlaverkið töluvert til að mæta þörfum í endurskoðun lítilla eininga. En svo er spurningin hvort það sé það sem endurskoðendur vilja. 

FLE blaðið 2016, bls 29-30