Flest allir endurskoðendur hafa áhuga á talnalestri. Ritnefnd rýndi í félagatal Félags Löggiltra endurskoðenda á dögunum og komst að ýmsu fróðlegu.

Félagatal – spáð í spilin

Ingvi Björn Bergmann er endurskoðandi og starfar hjá Kynnisferðum

Flest allir endurskoðendur hafa áhuga á talnalestri. Ritnefnd rýndi í félagatal Félags Löggiltra endurskoðenda á dögunum og komst að ýmsu fróðlegu.
Í desember 2016 voru alls 382 félagar í FLE. Eins og gengur og gerist hafa félagsmenn í gegnum árin snúið sér að öðru og kosið að skila inn réttindum og segja sig úr félaginu. Af þessum 382 félögum eru 314 með virk réttindi og 61% félagsmanna starfa á endurskoðunarstofum.

Endurskoðunarskrifstofur sem eru í erlendu samstarfi eru stærstu vinnuveitendurnir og hjá 5 stærstu stofunum starfa alls 147 löggiltir endurskoðendur eða 63% þeirra félagsmanna sem starfa við endurskoðun.

Meðal lífaldur þeirra endurskoðenda sem eru starfandi í atvinnulífinu og í endurskoðun er 50 ár.

Hlutfall þeirra félagsmanna sem starfa í atvinnulífinu eða í endurskoðun er nokkuð jafnt í aldurshópunum á milli 31 og 60 ára aldurs, en 65% þeirra sem eru á því aldursbili starfa við endurskoðun.

Kynjaskipting í félaginu er enn ójöfn en kvenkyns félagsmenn eru 96 talsins eða fjórðungur félagsmanna, en þó hefur hlutur kvenna farið vaxandi og er hlutfallið komið í 35% ef horft er til endurskoðenda á aldrinum 31 – 50 ára. Það er einnig ánægjulegt að kynjahlutfall þeir tíu einstaklinga sem stóðust löggildingarpróf í haust var jöfn.

Ef horft er á kynjaskiptingu karla og kvenna sem starfa í endurskoðun eftir því hvort viðkomandi starfar hjá fjórum stærstu stofunum eða öðrum endurskoðunarstofum sést að 80% kvenna starfa hjá fjórum stærstu stofnum en 54% karla. Konur eru því hlutfallslega mun fjölmennari á stærstu stofunum.

FLE blaðið 2017