Kynjahallinn í hópi þeirra sem hljóta löggildingu í endurskoðun bendir til þess að konur velji síður en karlar að reyna við prófið, og að þeim gangi verr í prófinu.
Annað sem hefur verið gagnrýnt er að of langan tíma taki að leiða í ljós hvort einstaklingur stenst þær kröfur sem gerðar eru til þess að öðlast löggildingu. Þá hefur lágt hlutfall þeirra sem gangast undir próf og standast lágmarkskröfur verið gagnrýnt.