Nýlegar greinar

Örfélög og hnappurinn

Fyrr á þessu ári voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um ársreikninga. Tilgangur breytinganna var tvíþættur, annars vegar að innleiða nýja ársreikningatilskipun Evrópusambandsins og hins vegar að bæta og einfalda viðskiptaumhverfi lítilla fyrirtækja hér á landi og draga úr umsýslukostnaði.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 13. okt. 2016
Lesa meira

Af örfélögum og öðrum

Í janúar lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um ársreikninga. Markmið þess er hvort tveggja endurskoðun regluverks með tilliti til einföldunar og innleiðing nýrrar ársreikningatilskipunar Evrópusambandsins.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 15. apríl 2016
Lesa meira

Er sundurliðunarblað lögaðila á næsta leiti?

Á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins liggja fyrir drög að frumvarpi til breytinga á lögum um ársreikninga. Meðal þess sem þar kemur fram er ný stærðarflokkun sem nær til minnstu félaga landsins og nefnd eru örfélög.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 26. janúar 2016
Lesa meira

Vægari kröfur til smáfyrirtækja í nýrri tilskipun ESB

Í tilskipuninni, sem sett er til breytingar á eldri tilskipun, eru nú í fyrsta sinn tilgreind stærðarmörk fyrir smáfyrirtæki.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 29. janúar 2015
Lesa meira

Norrænn endurskoðunarstaðall fyrir litlar einingar

Ekki voru lagðar til breytingar á þeirri skyldu að ársreikningar félaga séu annaðhvort endurskoðaðir af endurskoðendum eða yfirfarnir af skoðunarmönnum. Þannig eiga allir ársreikningar þeirra félaga sem falla undir lög um ársreikninga annaðhvort að vera endurskoðaðir af endurskoðendum eða yfirfarnir af skoðunarmönnum.
FLE blaðið 2015 bls. 7-9
Lesa meira