Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda
Markmið þessarar greinar er að greina frá hluta niðurstaðna rannsóknar á umhverfi og starfsháttum endurskoðunarnefnda, nánar tiltekið bakgrunni nefndarmanna, áherslum þeirra og mati á trausti og gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Bornar eru saman niðurstöður tveggja kannana höfunda á efninu, annars vegar frá árinu 2012 og hins vegar frá árinu 2016.
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 14. árg. 1. tbl. 2017