Stjórnsýslukæru FLE vegna áritunar ríkisendurskoðanda vísað frá

Þann 20. maí síðastliðinn sendi FLE atvinnuvegaráðuneytinu stjórnsýslukæru þar sem þess var krafist að ráðuneytið ógilti þá ákvörðun ársreikningaskrár að færa ársreikning og samstæðuársreikning Isavia fyrir árið 2024 á skrá þar sem ársreikningarnir væru undirritaðir af ríkisendurskoðanda sem er ekki löggiltur endurskoðandi.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur nú svarað FLE og vísað málinu frá. Svarbréf ráðuneytisins má lesa hér.

FLE mun senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna afgreiðslu stjórnvalda á málinu.