Gamlársdagur verður ekki bankadagur
FLE vill vekja athygli á þeirri ákvörðun Seðlabankans fyrr í þessum mánuði um að gamlársdagur verði framvegis ekki bankadagur. Tilkynningu Seðlabankans má lesa hér. Þessi ákvörðun Seðlabankans hefur eftir atvikum áhrif á reikningsskil félaga enda lýkur reikningsári flestra félaga þann 31. desember. Í tilkynningu Seðlabankans segir: „Ljúka þarf greiðslum sem eiga að tilheyra árinu 2025 eigi síðar en hinn 30. desember nk. Kröfur sem þurfa að greiðast á árinu 2025 þurfa jafnframt að hafa eindaga eigi síðar en þriðjudaginn 30. desember. Allar færslur gerðar 31. desember 2025 verða bókaðar 2. janúar 2026.“
Þá má í þessu sambandi benda á þessa tilkynningu frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna þar sem kemur fram að iðgjaldageiðslur þurfi að berast í síðasta lagi þriðjudaginnn 30. desember, síðasta bankadag ársins.
