Gæðanefnd

Samkvæmt samþykktum félagsins hefur Gæðanefnd það hlutverk að annast gæðamál félagsins þar á meðal að stýra gæðaeftirliti sem félaginu er gert að framkvæmda samkvæmt lögum um endurskoðendur (79/2008). Í lögum kemur fram í 22. grein  að endurskoðendum sé skylt að sæta gæðaeftirliti og að Endurskoðendaráð skuli setja reglur um framkvæmd gæðaeftirlitsins og val gæðaeftirlitsmanna.  Jafnframt kemur fram í 13. grein sömu laga að FLE skuli annast gæðaeftirlitið í samráði við Endurskoðendaráð.

Í september 2009 birti Endurskoðendaráð eftirfarandi “Reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda”.


Gæðanefnd FLE, starfsárið 2021-2022 er þannig skipuð:     

Ragnar Sigurmundsson, formaður 
Ísak Gunnarsson
Berglind Klara Daníelsdóttir
Rúnar Bjarnason