Menntunarnefnd
Samkvæmt samþykktum félagsins hefur Menntunarnefnd það hlutverk að fylgjast með menntun og endurmenntun á starfssviði endurskoðenda og hlutast til um að nægilegt framboð sé á hverjum tíma til endurmenntunar, samkvæmt lögum um endurskoðendur, í samráði við stjórn félagsins og fagnefndir.
Meðal fastra liða sem Menntunarnefnd sér um skipulagningu á, í samstarfi við fagnefndir, má nefna haustráðstefnu sem haldin er í tengslum við aðalfund félagsins í nóvember. Menntunarnefnd FLE stendur einnig fyrir sérstökum námskeiðum fyrir endurskoðendur í samvinnu við fagnefndir FLE, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, Símenntun Háskólans í Reykjavík og fleiri aðila.
Menntunarnefnd FLE, starfsárið 2021-2022 er þannig skipuð:
Arna Tryggvadóttir, formaður
Gunnar Þór Tómasson
Hildur Sigurðardóttir
Mikael Símonarson