Andlát - Gunnar Sigurðsson

Gunnar Sigurðsson endurskoðandi og fyrrum framkvæmdastjóri FLE lést á Landspítalanum 14. desember 2019. Hann fæddist á Þingeyri 25. janúar 1939. Gunnar hóf starfsnám hjá endurskoðunarskrifstofu N. Manscher & Co og gerðist meðeigandi að skrifstofunni sem nú ber nafn PwC árið 1970, sama ár og hann fékk löggildingu sem endurskoðandi. Hann starfaði þar til ársins 2005 en þá tók hann að sér að vera faglegur framkvæmdastjóri FLE og starfaði sem slíkur fram til 2009. Gunnar var um 15 ára skeið stundakennari í endurskoðun við Háskóla Íslands. Á sínum yngri árum var hann liðtækur knattspyrnumaður og lék með KR. Hann spilaði einnig á kontrabassa með ýmsum hljómsveitum, þeirra þekktust er Savanna tríóið. Útför Gunnars verður 27. desember frá Grafarvogskirkju kl. 13:00. FLE sendir aðstandendum, vinum og fyrrum samstarfsfélögum innilegar samúðarkveðjur.