Bryndís Björk nýr formaður FLE

Á aðalfundi félagsins, 1. nóvember var Bryndís Björk Guðjónsdóttir, endurskoðandi hjá PwC kjörin nýr formaður FLE. Hún er fædd 28.12.1965 og fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 2011. Hún lauk meistaraprófi til endurskoðunar frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað hjá PwC allar götur síðan. Á sama fundi var Páll Grétar Steingrímsson, endurskoðandi hjá Deloitte  kjörinn varaformaður. Félagið óskar Bryndísi til hamingju með formannsembættið svo og Páli með varaformannsembættið og býður þau bæði velkomin til starfa um leið og fráfarandi formanni H. Ágústi Jóhannessyni endurskoðanda hjá KPMG eru þökkuð vel unnin störf.