Af spjöldum FLE sögunnar 6
20.04.2010
Af spjöldum FLE sögunnar
Beðið eftir endurskoðendum?
Myndin líklega tekin á árunum 1970-1975. Þarna sitja eiginkonur endurskoðenda hinar rólegustu í túnfætinum og bíða eftir að þeir ljúki fundarstörfum. Sú ályktun að þetta séu allt eiginkonur endurskoðenda er dregin vegna þess að fyrsta konan sem lauk prófi sem löggiltur endurskoðandi var Guðríður Kristófersdóttir og það var árið 1975. Í kjölfarið komu svo þær Karlotta Aðalsteinsdóttir og Erna Bryndís Halldórsdóttir.