Af spjöldum FLE sögunnar 9
10.06.2010
Af spjöldum FLE sögunnar
Tímarit FLE
Árið 1970 kemur Tímarit Félags löggiltra endurskoðenda út í fyrsta sinn. Átta árum seinna koma svo FLE-Fréttir út í fyrsta sinn. Áður höfðu félagsmenn fengið sendar fréttir og tilkynningar í bréfformi um tveggja ára skeið. Það er svo árið 1988 að tímarit félagsins um endurkoðun og reikningsskil fær nýtt nafn - Álit. Nokkrum árum seinna var aftur farið að nota heitið FLE-Fréttir og var svo allt fram á afmælisárið 2010 þegar heitið FLE-blaðið var tekið í notkun, enda fréttahlutverk þess að renna sitt skeið þar sem fréttir eru reglulega birtar á vefsíðu félagsins.